Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 27

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 27
Ó Ð I N N 75 strái jafntrútt bræðralag og með okkur var. — Einar var á ýmsa lund afburðamaður, reyndar bæði til sálar og likama. Til dæmis skal jeg taka, hvað hann var góður verkmaður. Eitt sinn um slátt hjá föður okkar var mjög mikið þurt hey á engjum, var mikið af því komið í sæti og bað faðir okkar Einar að binda. Byrjaði Einar snemma morguns og batt allan daginn til kvelds, á 180 hesta; jeg Ijet það upp og flutti heim á 12 hestum, faðir okkar hlóð úr og alt var búið áður en háttað var. — Sláttumaður var Einar með afbrigðum, og glímumaður góður. — Eitt sinn vildi faðir okkar, að við reiddum grjót heim á hestum og átti að vera í heyhlöðu, sem hann var að byggja; sagði hann okkur að taka vissa hesta, sem sterkastir voru, til þess að flytja á, því að grjótið var þungt. Við mölduðum í móinn, um að grjótið væri ekki klyfjatækt, sem upp var tekið. Faðir okkar vildi oftast verkin fram og hafði þau svör, að ekki byggist hann við, að við værum svo mergsviknir, að við vær- um ekki baggatækir, en hestana kvaðst hann mundu ábyrgjast. Segir síðan aðeins af 2 stærstu steinunum, að við Ijetum þá á sterkasta hestinn; Einari gekk vel að koma sínum steini til klaks, en í því að jeg sliðraði minum upp, sortnaði mjer fyrir augum og datt jeg niður, enda var jeg þá ekki eldri en 17 ára. En svo fór með klárinn, að hann komst heim með steinana, en varð aldrei jafngóður á eftir. Steina þessa vógum við og reyndist hvor um 280 pd. Öll vinnubrögð kendi okkur faðir okkar, hann var og hagleikssmiður á marga hluti, og 9 ára gamla ljet hann okkur byrja að vefa og urðum við því báðir Ieiknir vefarar. Við ófum mest á dag 24 álnir af smáþræði með smáu ivafi. Eitt sinn man jeg það, að Eyjólfur Guðmundsson f Hvammi (á Landi) kom að Geldingalæk og bauð faðir okkar honum í stofu, var annar okkar bræðra þá að vefa á lofti uppi yfir. Eyjólfur hefur orð á því, að börnin skuli látin vera að hamast í vefstólnum, svo að faðir okkar bað hann að koma upp og sjá það með eigin aug- um; man jeg, hve hann var hissa á þeim hand- tökum. Öll okkar samveruár bræðranna vorum við sem kallað er reglumenn, þó áttum við altaf vin, og notuðum það oft, en ætíð í hófi. En við reyktum þá báðir og það nokkuð mikið, en þegar við skildum, hætti jeg að reykja og hef aldrei gert það síðaD, en Einar hjelt áfram og síst minna. Snemma höfðum við gaman af góðum hest- um, euda átti faðir okkar ágæta hesta og reið með feiknum hart, því að hann var hugmaður mikill. Það varð ekki erfitt að kenna okkur þá list, og hjeltst það við hjá okkur hvorumtveggja. Árið 1904 fluttist jeg að Eyjarhólum í Mýrdal og kvæntist; tók þar við búsforráðum um vorið, — keypti búið og leigði jörðina, og var þar með lokið fjelagsbúi okkar bræðra á Geldinga- læk. Skiftum við þá búinu með okkur þannig: Við áttum 6 kýr, 3 kálfa, 23 hross og jeg man ekki hvað margt sauðfjár; lögðum kú á móti kú og hest á móti hesti, og þegar það var búið gekk af skiftum 1 kálfur og 1 foli veturgamall, rauður að lit, lítill og heldur ósjelegur, en fjör- legur með afbrigðum. Þótt hvorugur okkar segði neitt þar um, langaði báða til að fá hann, og það varð að samkomulagi að »draga« um kálf- inn og folann, — jeg man, hve jeg var »spentur«, jeg hjelt á seðlunum og Einar dró — og dró folann. Hesturinn hlaut nafnið Tryllingur og varð víst einn af allra bestu hestum í Rangár- vallasýslu; er hann víst sá eini hestur, sem komist hefur upp á hátindinn á Heklufjalli, því að þangað teymdi Einar hann, og var þá Tryll- ingur kominn að tvítugu. — Svo keypti Einar mestallan minn helming af búinu, aðeins fór jeg með nokkra hesta. Betra samlyndi hef jeg ekki vitað en var í einu og öllu með okkur um þetta. Bjó Einar eftir þelta með systrum okkar tveimur, þar til hann giftist, Ingunni Stefáns- dóttur frá Glúmsstöðum í Fljótsdalshjeraði, er eftir hann lifir með sonum þeijrra þremur, en eina dóttur mistu þau nnga, sem þau hörmuðu mjög, enda var hún frábærlega efnileg. Heita þeir synir hans: Nikulás, 24 ára, Pjetur, 21 árs, og Loftur Þór, 11 ára, allir heima, og ganga þeir nú undir nafninu Geldingalækjarbræður. Það mætti nú víst segja, að öllum þætti ekki trúlegt, hvað okkur bræðrum var það þungbært, er við hlutum að skilja samveruna, þótt við Ijetum ekki mjög á því bera. Og svo sagði Einar við mig eftir 4 ár þar frá: »Það var heið- skírt og bjart daginn sem þú fórst, bróðir, en það segi jeg þjer satt, að jeg sá ekki sólina, þegar þú hvarfst fram af sandbrúninnk. Og aldrei hlakkaði jeg meira til jólanna, þegar jeg var barn, en er jeg síðar var ferðbúinn til heim-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.