Óðinn - 01.07.1932, Síða 11

Óðinn - 01.07.1932, Síða 11
ÓÐINN 59 Sjera Guðmundar Einarsson Sjera Hjörleifur Einarsson á Breiðabólslað á Skógaströnd. á Undirfelli i Vatnsdal. Sjera Jón Gullormsson i Hjarðarholli i Dölum. Jeg fór um haustið 1882 norður að Undirfelli í Yatnsdal að halda áfram skólanáminu, og læra þar undir 2. bekk Latínuskólans. Sjera Hjörleif- ur var frændi minn og þótti ágætur kennari. — Jeg kom þangað að afloknum rjettum, og skömmu eftir var haldinn hreppsnefndarfundur þar til að úthluta korngjöfum þeim, sem sendar voru frá Englandi, fyrir milligöngu meistara Eiríks Magnússonar í Cambridge, og safnað hafði verið til hjálpar í bjargarleysi manna og skepna í undanfaraudi harðinda- og hafíss-árum. Um sumarið hafði verið haldinn fundur á Borðeyri af fulltrúum sýslunefndanna í Stranda-.ísafjarðar-, Barðastranda-, Dala- og Húnavatnssýslum um skiftingu milli sýslnanna. Að rekja gang þessa máls hentar ekki hjer, en þess má geta, að þau svæði, sem harðast urðu úti, voru Vestur-Húna- vatnssýsla vestan Vatnsness, Strandasýsla öll, Norður-ísafjarðarsýsla, austurhluti Barðastranda- sýslu og Dalirnir, því hafísinn hafði að vanda haldið inn með Ströndum og fylt alla firði og víkur inn í Hrútafjarðarbotn. Dalirnir og svæðið i kringum Hrútafjörð var sennilega allra verst farið, en þvi lengra sem dró austur eftir Húna- vatnssýslu, því minna gætti afleiðinga hafíssins, og í Vatnsdal og inndölum Austur-Húnavatns- sýslu stóðu bú bænda að mestu óskert. Gjafirnar voru ætlaðar bæði til manneldis og til fóðurs handa fjenaðinum. Við úthlutunina hafði aðallega verið farið eftir mannfjölda hjer- aðanna og framtali fjenaðarins, og lá sá orð- rómur á, að fulltrúar Austur-Húnavatnssýslu hefðu fylgt því fast fram, að svo bæri að úthlula, og þar sem sumir þeirra voru nú mættir á þess- um fundi var það eðlilegt, að þeir vildu einnig láta þessa reglu gilda, er úthluta skyldi á milli búendanna í hrepnum. Sumum þótti þó tölu- vert við þetta að athuga, og i þeirra tölu var presturinu. Lenti í skærur út af þessu og varð prestur í minni hluta þegar til atkvæða kom. Rann honum þá í skap og veitti þeim þung ámæli, sem misnotuðu svo gjafir, sem gefnar hefðu verið af góðum hug og í fullu trausti, að nú bæru þeir mest úr býtum, sem efnaðastir væru og engrar hjálpar þyrftu, því í þeirra sveit hefði enginn fellir orðið á fjenaði og harðindin ekki meiri en þeir sjálfir væru færir um að bera, sjerstaklega hafði hann farið óvægum orðum um þá, sem mætt hefðu á Borðeyrar-fundinum og ekki haft siðferðilegt þrek til að frásegja sjer alla þátttöku i gjötum, svo að þær gætu óskiftar gengið til þeirra, sem hungur hefðu liðið og fjár- hnekki beðið, sem guði væri svo fyrir þakkandi að ekki hefði átt sjer stað í þeirra sveit. Frásagði hann sjer öll afskifti af málinu og neitaði að taka á móti nokkru af gjöfunum, sem hann taldi ranglega fengið fje. Jeg var ekki inni á fundinum, en einhvers- staðar var jeg nálægur, því mjer var mikil for- vitni á að vita hvernig þessu máli reiddi af, því jeg hafði heyrt af Borðeyrar-fundinum og vissi, að þar hafði faðir minn haldið fram hinni sömu skoðun og síra Hjörleifur, að við úthlutunina bæri að taka fullt tillit til þess að hlynna að fá-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.