Óðinn - 01.07.1932, Síða 44

Óðinn - 01.07.1932, Síða 44
92 Ó Ð I N M »þrætustykkið«, eins og hann hafði gert áður. Slógu þeir af kappi hvor við annan það, sem þeir gátu, af þrætulandinu, og söfnuðu að sjer mönnum. Fór þá svo að lokum, að almennings- slitið gekk meira móti Einari, og varð honum ver til liðs en Guðmundi. Árið 1888 flutti Guðmnduru frá Felli, og kom þá í hans stað að Fellinu Einar Einarsson bóndi frá Steinum. Milli þeirra nafna, Eínars í Holti og Einars á Felli, urðu þá brátt harðari deilur en áður, og var nú rösk- lega gengið fram frá beggja hálfu, og þrætu- landið notað í trássi og yfirgangi. Einnig var nú landamerkjamálið tekið upp að nýju. Þannig átti Einar í Holti stöðugt i orustu við Fellsbændur og presta, fram til þess að málinu lauk í tíð sjera Gísla Kjartanssonar. Alt það erfiði og stríð, sem Einar lagði í þessi þrætu- mál, var nóg verk hverjum meðalmanni, nema meira væri. Og alt það umtal og álas, sem hann fjekk vegna þessara mála, hefði dregið kjark og áhuga niður hjá flestum öðrum. En hvernig sem á horfðist, og hvað sem hver sagði, þokaði Einar ekki, að sjálfráðu, frá áformi sínu. Hann skifti sjer eigi ögn af því, þó hann bakaði sjer ilt umtal, vinaslit og fyrirsát í öllum skörðum. Sínu áformi hjelt hann fram eigi að síður, og auk allra sinna erfiðu kringumstæða, lagði hann á sig vökur og vos til að nota þrætu- landið og slaka hvergi til fyr en eftir dómi. Þegar þrætumálinu lauk, hægðist um fyrir Einari. Og þó hann væri óánægður með úr- álitin, Ijet hann ekki á því bera. Gerðist hann þá besti nágranni, gætinn og hógvær, svo eigi síður sótti hann sínar skepnur í annara land, ef þær gengu þar í leyfisleysi, en bann varði sitt. Fyrsta verk hans, að dómi fengnum um landamörk sín, var að reisa þau svo glögg, að hann gæti sjeð að heiman, ef fuglar væru teknir eða deyddir í landareign hans, og milli Holts og Fells gerði hann djúpan skurð á landamörk- um. Fáir voguðu sjer að veita honum neinn ágang. En svo hagar til í Holti, að fýlungi flýg- ur þar á eyrarnar og löndin í kring. Það er í 18. og 19. viku sumars að unginn kemur úr fjöllunum, sem liggja upp að Mýrdalsjökli, og er á leið til sjávar. Á leiðinni þreytist hann og setst á sljettlendið, og getur ekki hafið sig aftur til^flugs. Er unginn því eltur og drepínn, og veiddur þannig frá öllum þeim býlum, sem löndin eiga, er UDginn setst á. Um fýlstímann er því herskátt á þessum stöðum, og eigi ávalt gætt að landamörkum. En engum leiðst að taka fýl í Holtslandi. Og væri einhver, sem vogaði sjer það, mátti sá sami búast við, að Einar í Holti tæki hann og geymdi, að minsla kosti. eina nótt, innilokaðann í skemmu sinni, eða þá kærði hann hlífðarlaust. Fyrst í stað urðu nokkrir fyrir barði hans þannig, og var það öðrum til viðvörunar. Þegar landamerkin voru gerð glögg milli Holts og Fells, byrjaði Einar fyrst verulega á jarða- bótum, svo að hann vann 700 dagsverk í Búnað- arfjelagi Dyrhólahrepps á 13 árum, frá 1895 — 1908. Veitti hann á slægjumýri sína, sem áður var þýfð og snögg. En við áveituna breyttist hún í besta engi, svo að hvergi hjer nærlendís var þvilík slægja, önnur en ósengjar. Hann girti tún sín og slægjur, setti upp hagagirðingar, bygði ágæt fjenaðarhús og sljettaði talsvert í túni. Vakinn og sofinn, og oftast einn, með dreng með sjer, vann hann að þessu, nema hvað hann fjekk byggingarmenn til húsagerðar. Á þessu árabili óx bú hans og stóð með besta blóma hvað efni snerti, svo að hann var með efn- aðri bændum talinn, og meðferð búfjenaðar vandaði hann mjög og átti hina bestu gripi. Kom það nú best í ljós, hve miklu starfi og kröftum Einar hafði eytt í landamarka-ófriðinn, því meðan á honum stóð, vann hann Iítið að jarðabótum, og bú hans var þá lítið og skepnu- höld engin fyrirmynd. En eftir að friður komst á, gerðist hann vandlátur um alla meðferð gripa sinna og besti fjelagsmaður; framgjarn, en þó gætinn. Heimilisástæður Einars voru alla tíð lamandi og daufar. Kona hans veiktist mjög einkenni- lega, og lá rúmföst í mörg ár. Var heimilið því dauft og fátt ánægjudaga. Börn þeirra voru 7, drengir 3 og stúlkur 4, og eru nú þrjú þeirra á lífi. Árni hjet sonur hans, hinn elsti. Hann var efnismaður mesti, druknaði tvítugur að aldri. Og Eyjólfur, næstur honum, dó úr lungnabólgu innan við tvítugsaldur. Elínu dóttur sína misti hann 12 ára gamla; var hún augasteinn pabba síns og frábær að þroska. Missir hennar gekk mjög nærri foreldrunum, einkum Einari, og á efri árum sínum sagði hann frá því, að missi hennar hefði verið sjer lag I hjartastað, og þá hafi legið næst að hann bilaði heilsu og kjark til að standa í stöðu sinni. En konan sín, þó í

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.