Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 43
ÓÐlNN 91 jörð fyrir löngu síðan. En nú undirlagt ágangi Hafursár og fleiri áa, sem brutu tún, engjar og haga, en báru eyrar á graslendið. t*ó var tví- býli þar og fjekk Einar bygða 2/s parta, en lje- legt tvíbýli var það talið og gæða rýrt. Árni hjet bóndinn, sem bjó á V* hluta Holts, og var hann fátækur mjög. — Svo var Einar einnig frameftir búskapar árum sínum, en var að síð- ustu vel efnum búinn. Brátt fjekk Einar alt Holt til ábúðar, því Árni sambýlismaður hans varð skammlifur, og ekkjan brá búi og flutti þaðan. Eigandi Holts var Árni Gíslason, sýslumaður í Skaftafellssýslu. Var ágreiningur milli hans og Fellspresta um landamörk milli Holts og prests- setursins Fells, sem er næsti bær við Holt. Þrætustykki var land það nefnt, er um var þrætt, og var allstórt slægjuland, og að mestu notað frá Felli. En þegar Einar var setstur að í Holti, tók hann að nota þrætulandið, og gerð- ist um tíma alluppvöðslusamur- Af því reis deila milli hans og prestsins á Felli, sem hjeltst í mörg ár, og málaferli milli eigenda jarðanna. Lauk þessu máli loksins með landamerkjadómi, sem skifti þrætulandinu því nær í jafna parta milli Fells og Holts. Dómur þessi var kveðinn upp af Guðlaugi Guðmundssyni sýslumanni og 4 meðdómsmönnum árið 1896 og var þá Gísli Kjartansson prestur á Felli. Deilan um þrætustykkið bafði staðið yfirrúm 20 ár, og málið þvælt á margan hátt. Sótti Árni Gíslason sýslumaður málið, eða Einar í Holti fyrir hans hönd. Þótti Einar þá harður í horn að taka og eigi lamb að leika við, meðan hann hjelt fram rjelti Holts í þrætustykkinu og tog- aðist á um það við Fellspresta. Milli nágrann- anna var því óvild og ágangur, alt til þess að í málinu var dæmt. Þegar Einar byrjaði búskap f Holti, var sjera Gísli Thorarensen prestur á Felli. Milli hans og Einars var ekki mikil óvild, og þökkuðu margir það lægni og lipurð sjera Gísla. En kuldi var þar milli bæja, og hafði Einar oft gaman af að stríða prestinum, en undir mun hafa soðið frá sýslumanni. Voru þeir sýslumaður og prestur hinir mestu óvinir: Ortu háðvísur hvor um annan, og áttu í margs konar striði og erjum. Ekki sist þegar þeir voru við öl, sem bar oft við í þá daga. Sjera Gísli var nú á förum frá Felli, og bjuggu þeir Einar ekki lengi í nábýli. Pn þá kemur sjera Oddgeir að Felli, líklega Bjarni Jónsson bankastjóri á Akureyri átti sextugsafmæli 24. mai i vor. Hann er fæddur á Bolafæti i Arnessýslu, sonur Jóns bónda Magnússonar og konu hans Guðfinnu Bjarnadóttur. Hann útskrifaðist úr Latínuskólanum 1898 og tók próf í lögum við háskólann i Kaup- mannahöfn 2. marts 1906. Um tima hætti hann við laganámið og starfaði við bóka- safn Fiske’s prófessors suður í Flórens á ítaiu, ásamt Halldóri Her- mannssyni, sem einn- ig hafði lesið lög við Kaupmannahafn- arháskóla, en hætti því námi og varð bókavörður Fiske- safnsins, er það var flutt vestur um haf, til Cornellháskóla. Er sagt frá safninu og starfi þeirra Halldórs og Bjarna við það í janúarblaði Óðins 1909. — Eftir að Bjarni hafði lokið lagaprófi, varð hann fyrst bæjargjaldkeri á Seyðis- firði, 1906—10, en fór síðan til Akureyrar og varð for- stjóri útbús Islandsbanka þar. Hefur hann alstaðar not- ið trausts og álits. Kona hans er Sólveig Einarsdóttir bókhaldara Pálssonar á Akureyri. 1871 eða 2 og milli hans og Holtsbóndans hófst orusta um »þrætustykkið«. Var þá með köflum ófriðlegt í bygðarlaginu, er báðir riðu um og söfnuðu vottorðum og leituðu sjer liðs. Og svo kvað mjög að sambúð þeirra Oddgeirs prests og Einars að í glimu sló, þegar þeim bar saman í veitslum og samkvæmum. Hjeldu báðir fast á sinu máli og mátti ekki á milli sjá, hver betur hefði. Oddgeir var mesti kappi, stór og sterkur, en Einar smár vexti, en snar og fylginn sjer. Lauk þó jafnan viðskiftum þeirra svo, að Ein- ar hafði miður í glímu, en betur í orðasennu, og voru viðskifti þeirra mjög umtöluð i þá daga. Árið 1882 flutti sjera Oddgeir frá Felli, og var þá prestlaust í Dyrhólahreppi um tíma. En að Felli flulti Guðmundur ólafsson bóndi frá Eyj- arhólum og bjó á Felli í 6 ár. Voru viðskifti Einars við Guðmund skaplegri en við fyrri nágranna. Þó voru allharðar erjur milli þeirra. En heimilisástæður Einars voru þá orðnar svo erfiðar, eins og síðar verður sagt frá, að hvorki hafði hann tima nje krafta til að nota

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.