Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 3
Ó Ð I N N 51 Kliða þú, brotna byJgja, við bjarg með þungum gný. t*á tíð, sem mjer áður til yndis var, fæ jeg aldrei að lifa á ný. Dú engill guðs. — (Ch. Baudelaive). Þú engill guðs, sem fullan fögnuð átt, hvort fjekstu hlutdeild nokkra í jarðarskugga? Hvað veitstu um þess kvöl, sem æ má ugga um eigin gæfu, vonir gleði og mátt, þú engill guðs, sem fullan fögnuð átt? Þú engill, sem átt mildrar gæsku gnægð, hvort gekstu nokkra stund í haturs loga? Hvort fjekstu reynslu af heift og hefndartoga? hvort hlautstu á andúð grein og viljans lægð — þú engill, sem átt mildrar gæsku gnægð? Þú engill drottins ætíð heilsuheill, hvort hefurðu nokkra sjúklingsreynslu fengið? Hvort hefurðu þjáðs manns raunagötu gengið, hvort geturðu skilið þann sem æ er veill — þú engill drottins ælíð heilsuheill? Þú vinur guðs, sem æsku um eilífð hlautst, við elli fjekst ei nokkra stund að glima, hvað veitstu um hrörnun, þránna þrautatfma, um þunga lund, um gleðivona haust, — þú vinur guðs, sem æsku um eilífð hlautst? Þú engill guðs með hamingjuna í höndum, er hjálpar þeim, sem vonar, sigurbraut, hvort fjekstu reynslu af vegum hins, er hlaut á hjarta stærstan skugga af dauðans löndum, þú engill guðs með hamingjuna í höndum? Annabel Lí. (E. A. Poe). 1 liðinni tíð, út við stórgrýtta strönd, þar sem streymir fram haf með gný, jeg lifði í æsku með lítilli mey við ljósbrigði, heiðríkju og ský. Þar flúði hver neyð, er í nánd hún var. Jeg nefni’ hana Annabel Lí. Við vorum i bernsku bæði tvö; brimsjór leið hjá með gný. Við elskuðumst heitt og heitara en heitt, svo hugðu guðs englar að því. Á loftsvalir þusti fram himins her og hugði undrandi að þvi. Og ískalt ský kom með ískaldan storm. Ó, Annabel, Annabel Li. Og ættingjar fluttu burt liðið lík. Leið að brimsjór með gný. Þeir tóku gröf út við stórgrýtta strönd, þar sem streymir fram haf með gný. Því englana grunaði að eigið lán — að fjell brimsjór með gný — væri’ í rauninni smátt móts við okkar ást. ó, Annabel, Annabel Li! I ísköldum vindgusti um viðsjála nólt visnaði Annabel Li. En svo var ást okkar einlæg og sterk, ó, Annabel, Annabel Li! að hvorki djöflar í húmi hafs nje himins lið ofan við ský hafa mátt til að skilja sál frá sál, okkar sálir, Annabel Li. 1 sjerhverjum draumi dag og nótt ertu draumkona, Annabel Li, og leiftur stjarnanna um ljósakvöld eru ljósboð þín, Annabel Lí. Er dagur hnígur, jeg hvild mjer tek við hlið þína, Annabel Li, þú líf mitt og hamingja, í hljóðlátri gröf. Hjá fellur sjór með gný. ö'. Fr. * Sendibrjef frá Ben. Gröndal og lil hans komu út hjá Bókaverslun Porsteins Gíslasonar í fyrra, fást hiá bók- sölum og kosta 4 kr. — Sumir rithöfundar skrifa ætíð sendibrjef sín meö þeirri hugsun, að þau verði siðar prentuð. En svo er ekki um Gröndal. Pess vegna lætur hann alt fjúka í brjefum sínum, bæði um menn og mál- efni. Petta veldur því, að ýmsum hlýtur að þykja hann ærið ósanngjarn í dómum sínum stundum. En þetta gerir hins vegar brjefin fjölbreytt, fjörug og skemtileg, enda koma þau lika víða við. 0

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.