Óðinn - 01.07.1932, Side 2

Óðinn - 01.07.1932, Side 2
50 ÓÐIN N Hjeðan og þaðan. Svipir. (P. Verlaine). í skógarrjóðri tvo svipi jeg sá í sorta nætur mjer líða hjá. Svo voru raddir sem visið lauf að vindblæ hvíslaði; augu dauf. Bak við hið liðna læddist hljótt. Á leiðir fjell hrim í kaldri nótt. »Manstu þann stað er við stígum á?« »Ei stórt bætir um hið liðna að sjá«. »Hvort sókti á þig þrá að sjá þann stað?« »Þess synja jeg ei. En hvað um það?« »Hvort var sem mjer heyrðist að hjarta sló?« »Hljótt sje um liðið og grafarró«. 1 skógarþykni þeir hurfu hljótt. Hrímið fjell kalt í dökkri nótt. Móðir minninganna. (Ch. Baudelaire). Þú minninganna móðir og kærust alls hins kæra; þú kvæða minna sóldís og hlýja yndisglóð; þið ástaratlot fegurst og kærust alls hins kæra; þið kvölda minna dýru og mildu heimaljóð — þú minninganna móðir og kærust alls hins kæra. t*au kvöld, sem fengu ljóma af heimaarins eldi, og úti á svölum roða í mjúkum aftanþey — hve brjóstið þitt var góðlátt og hlýtt á hlýju kveldi og hjalað var svo margt, sem jeg veit að gleym- ist ei þau kvöld, sem fengu ljóma af heimaarins eldi. Hve fagurt sólarlagið í rökkur gelur runnið, hve rúmt um hjartað orðið og sjerhvert gleðiljóð. Er hjartað þitt að fullu og öllu jeg hafði unnið mjer ilm fanst rjetta að sálu þitt hlýja, kvika blóð og sólarlagið fegurst í rökkur geta runnið. Er rökkrið okkur fagnaði og fól í sinum örmum jeg fann þitt augnaleiftur sem hlýju af sól í nótt. Með ástar þinnar sælleik bar eim af huldum hörmum. í höndum mínum fótur þinn hvíldi ljett og rótt. Og rökkrið okkur fagnaði og fól í sínum örmum. Sjá, mína liðnu gæfu til lífs jeg kalla að nýju; jeg lifi hana að nýju og við þitt hjarta finn. Hvar skyldi’ jeg eiga að njóta’ aftur ilms og ástarhlýju ef ekki við þinn likam, við brjóst þitt, hjarta og kinn? Sjá, mína liðnu gæfu til lífs jeg kalla að nýju. ó, loforð, meyjarilmur og kossar, ótal kossar, hvort kemur það og leiftrar í tímans móðu’ á ný sem morgunsól við upprisu árdags aftur blossar, af ægi stígur hreinsuð, sem forðum ljós og hlý? Æ, loforð, meyjarilmur og kossar, ótal kossar. Ef nokkurn ást að óði hefur leitt. (Brot). (J. IV. Goelhe). Er söknuður úr huga mjer var horfinn í hennar nánd, varð orð mjer laust af tungu. Mín von varð ný, mín áform og mitt yndi, og ótal ljóð í huga mínum sungu. Ef nokkur ást að óði hefur leitt, þá er það jeg, sem þessi náð er veitt. — — Kliða þú bylgja. (A. Tennyson). Kliða þú, bláa bára, þú bylgja, er við klelta gnýr. ó, mættirðu tunga mín túlka það tóm, sem að undir býr. Tvö lítil, ljóshærð systkin sjer leika að flæði í vör, og syngjandi sjómaður heldur á sjó, í veiðiför. Hafskip úr langferð leggur um leiftrað sund að strönd. — Æ, gefðu mjer andsvar við þögulli þrá og þrýsting af kólnaðri hönd. — —

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.