Óðinn - 01.07.1932, Page 32

Óðinn - 01.07.1932, Page 32
80 ÓÐINN Ólafur Gíslason framkvæmdastjóri. Hann hjet fullu nafni Björn Ólafur Gislason og var fæddur 4. sept. 1888 á Eydölutn í Breiðdai, sonur Gísla Högnasonar, sem síð- ar eignaðist Búðir í Fáskrúðsflrði, og Borbjargar Magnús- dóttur, systur meist- ara Eiríks bóka- varöar í Cambridge. Eru myndir og æfl- ágrip þeirra hjón- anna í Óðni 1927 og um Gísla er áður ritað í Óðni 1919. Hann dó á Búðum 1917, en hún í Viðey 1927. Ólafur varð ungur verslunar- maður á Fáskrúðs- flrði, en siðan versl- unarstjóri í Borgar- flrði eystra, en þar næst á Norðfirði, en þaðan fluttist hann 1925 og varð framkvæmdastjóri Kárafjelagsins í Viðey, og dvaldi þar til æfiloka. 1909 kvæntist hann Jakobínu Davíðsdóttur Ketilssonar bónda í Miklagarði í Eyjafirði, og lifir hún mann sinn ásamt sjö börnum þeirra. Ólafur var dug- legur maður og mikils metinn i hópi útgerðarmanna hjer; hafði forgöngu að ýmsum umbótum í útgerðar- málum. Og þótt honum tækist ekki að bjarga útgerðar- fjelagi því, sem hann stýrði, frá falli, þá er það dómur kunnugustu manna, að hann hafi staðið vel í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri þess. Hann andaðist 10. júli síðastliðinn. háskólanum saman. — Hann var með þeim skemti- legustu mönnum, sem jeg hef fyrir hitt. Hann sýndi mjer um borgina og ljet sjer í öllu umhugað um að jeg skemti mjer sem best. Hann átti ungan son, sem Stígur hjet, og var hinn skemtilegasti drengur. — Svo var jeg í Gautaborg í tvo daga og fór síðan náttfari til Kaupmannahafnar. Vinir mínir tóku mjer hið besta, en ekki hafði jeg verið þar lengi áður en jeg var sendur út í vel niðurskipaða ferð um ]ótland. Var jeg nú aftur á stöðugu ferðalagi um tvo mánuði. ]eg kom á mína gömlu staði og rifjaði upp vináttu við marga frá því árinu áður og kom á nýja staði og talaði alstaðar, og mætti mikilli vinsemd. Var þetta ferðalag líkt því sem jeg hef áður lýst og fer því nú fljótt yfir sögu. — Jeg var boðinn til Esbjerg og fjekk þar að stotna U-D (unglingadeild) innan fjelagsins þar. — Jeg hjelt samkomu upp í Hanhjeraði í þorpi nokkru og gisti hjá bónda einum; kona hans hafði mjög hvellan og skrítinn málróm og var alt af að spyrja um Island, en blandaði því óspart saman við Grænland. Jeg varð hálfgramur og var líka þreyttur, og lá við að jeg svaraði ónotum, en stilti mig þó vel. Jeg fann að þetta var besta kona og í öllu vildi fólkið leika við mig með mestu gestrisni. Það hjálpaði mjer nokkuð að sonur hjónanna, Anders, 13 ára gamall, sat gegnt mjer á stórri járnbentri kistu og tók svo vel eftir og hló svo hjartanlega, er ettthvað bar spaugilegt á góma, að það skein í mjallhvítar tennurnar og þar á meðal á allstóra skögultönn. Komst jeg altaf í gott skap, er jeg leit á hann. — Einu sinni átti jeg að halda samkomu í hjeraðinu Trollhede, sem er inni í miðju Jótlandi. Jeg hlakkaði mjög til þess, því að þaðan var ættaður vinur minn, Mads Samuel sál. Jörgensen, sem jeg hef lýst áður. Jeg átti að gista hjá foreldrum hans. — í samkomu- húsinu hjekk stór mynd af honum og var mjer klökk- leiki í hjarta meðan jeg var að tala. Á eftir safnað- ist margt fólk saman í stórstofu búgarðsins og eins og vant var, var jeg spurður spjörunum úr um ís- land. Bróðir Mads Samuels var þar, maður um þrí- tugt. Hann var mjög ólíkur bróður sínum og reyndi hann til að gera alt, sem jeg sagði, hlægilegt, og kom með gamlar óþrifnaðarsögur, sem hann hafði lesið og heyrt. Fanst mjer kenna mjög fyrirlitningar og illgirni til íslands hjá honum. Jeg var seinast orð- inn svo sár og reiður að jeg átti erfitt með að stilla skap mitt. Svo var jeg beðinn um að lofa fólkinu að heyra hvernig íslenskan hljómaði, og fór jeg með eitthvert vers. Þá fór bróðirinn að skellihlæja og sagði að þetta væri eins og villimanna mál. — Jeg fann, að reiðin var að bera mig ofurliða og stóð því upp og gekk hægt út. Þar náði jeg fullu valdi yfir mjer og fór svo inn. Svo var farið að spyrja aftur, en þá sagði jeg alveg rólega, að jeg mundi ekki svara fleiri spurningum og bað fólkið að setja sig í mín spor, ef það væri í útlöndum og heyrði gert gys að öllu dönsku. Jeg mintist á sögurnar um óþrifnaðinn og sagði, að jeg treysti mjer til að segja alveg eins slæmar sögur af sóðaskap, sem jeg hefði sjeð í Khöfn, en ósanngiarnt væri að skrifa eða segja að svona væru Danir alment óþrifnir. Jeg sagði að á fáa staði hefði jeg komið með meiri eftirvæntingu og meiri viðkvæmni, af því að það væri fæðingarstaður Mads Samuels heitins, en hvergi hefði jeg orðið fyrir meiri ósanngirni en þar, og það hjá fólki, sem teldi sig trúað fólk. Jeg sagði þetta eins blátt áfram og

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.