Óðinn - 01.08.1933, Page 17
Ó.Ð I N N
73
og dr. Rae. Þeir höfðu gengið, ef til vill, l1/*
mílu upp á land-ísinn fyrir sunnan is-blinkinn.
Þeir sneru aftur, fundu ekki að eta fyrr en þeir
komu til bátsins við Fox-bay. — Næsta dag
reyndu þeir að komast út, en urðu að hverfa
aftur við svo búið. Síðan fór Shaffner til Igalliko
og var þar 3 nætur. Mikill sullur var í þeirra
för. — Dýpt á firðinum var 150 faðmar og víða
meir að ætla má, sandbotn mjúkur. Fyrir sunn-
an og austan Hallandsey var 300 faðma dýpi,
en eigi var þar góð höfn.
Þeir fundu rústir við fjörðinn Kaksiarsuk fyrir
norðan við lítinn læk, hjer um bil 7 enskar
mílur frá skipinu, og voru þá 2 mílur eftir fyrir
botn fjarðarins, fyrir vestan lækinn voru 6, en
ein fyrir austan, íveruhúsið var í þrem pörtum
- 25 fet - Þessi rúst er á Graahs korti
1844 hjer um bil rjett sett, en
———1—vantar hjá Rafni. Retri mynd
fengin hjá ShaíFaer.
7. Mikil veitsla á skipi. Þar voru þeir feðgar
Möller, dr. Prosch og kona hans, Hoyer og kona
hans, prestur, en hans kona kom eigi, Matz-
feldt, Lútzen, Andersen stýrimaður og Ralling
gamli. — Dans á landi.
8. Lagt af stað milli hádegis og dagmála.
Skilið við Mafzfeld. Komið í ísspöng, siglt aftur
til lands, hægur útnyrðingur. — Síðast sá jeg
Hvarfsgnípu.
9. Hvass, menn sjúkir. Mest dýpi í Ginnunga-
gapi 3000 faðma eður 200 meir en í fyrra sinn,
nú litlu sunnar.
10. Hagstæður byrr, öll segl uppi. 36° F. —
Gufuvjelin lagði sig. — Umræður um silfurberg.
11. Sigld flatskella, sunnudagslestur leikinn,
sem vandi er til. — Lesin Egla.
12. Góður byrr á norðan, sjeður rekadrumbur.
13. Landnyrðingur.
14. Um hádegi verið þar, sem þau Agamem-
non og Nicaraqua mættust og lögðu þráðinn
forðum; margir grábakar. Ágætur byrr. Hlið-
vindi, hiti 48° F.
15., 16. og 17. Austanvindur, bar oss suður í
haf. Vindur gekk til landsuðurs, ókum vjer þá
seglum og sigldum austur og landnorður. Vor-
um vjer þá komnir suður á móts við París.
18. Lagt í þverbeit.
19. og 20. Útsynningur og vestanvindur, byrr
hinn besti 54° og 56° F., en 8° F. minst á Græn-
landi. Nú fanst mjer næsta heitt. — Lesið í
Kristmann Guðmundsson skáld.
Hann dvaldi um tíma í vor og sumar hjer í bænum,
og á æskustöðvum sínum hinumegin við Flóann, og
hafði hann ekki áður
komið heim hingað
síðan er hann fór
hjeðan til Noregs
fyrir 10 árum. Þá var
hann ungurog óþekt-
ur, en nú er hann
orðinn kunnur rithöf-
undur umNorðurlönd
og víðar, því bækur
hans eru nú meira
og meira þýddar af
norsku á önnur tungu-
mál. Hann hefur far-
ið sömu brautina og
Gunnar Gunnarsson
fór á undan honum.
Og alt efni í skáld-
sögum hans er, eins
og hjá Gunnari, tekið
frá fslandi. En þjóð-
líf okkar hjer er að ýmsu leyti sjerkennilegt, svo að
lýsingar á því eru erlendum lesendum, enn sem komið
er, nýungar. Petta greiðir nokkuð götuna fyrir íslensk-
um sagnaskáldum erlendis. En það er íslendingum sómi,
að eiga fulltrúa eins og þá Gunnar og Kristmann á
bókmentasviðinu erlendis.
Yacht Voyace Iceland í júnímánuði 1853, þar
segir, að hiti sjávarins hafi verið mældur títt
og fundið, að hann var 54° F. við England, en
52° F. við lsland, og á 180 faðma dýpi 51.5° F.,
og er munur þessi æði litill, en þó mun hann
sannur.
21'. Ágætur byrr.
22. Ryrr í besta lagi, vestanátt og fagurt veður.
Siglt austur sundið um Landsenda og fleiri annes.
23. Sunnanvindur og heldur landsyntur. —
Reykur uppi snemma morguns, en skrúfað eigi
fyrr en undir hádegi. Nú gekk vindur til land-
norðurs, svo vjer lögðum inn til Portlands, þar
eru þeir að hlaða bryggju, er 3000 tons af grjóti
sökt þar niður dag hvern, hún er 5 stólparaðir
á breidd, og hartnær V* milu á lengd, fyrst í
boga síðan beint út á fjörðinn, byrjuð fyrir 20
árum síðan. — Þeir Young og Shaffner gengu
á land um kvöldið, en Skógur var kyrrsettur.
Veðrið var kalt. M’Clintock kominn fyrir viku
síðan til Irlands. (Skógur = Woods).