Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 20
76
ÓÐI N N
og einn sonur. Þar að auki var svo vinnufólk
og tökubörn fleiri og færri.
Mjer brá við að koma í þennan hóp af ung-
lingum. Einkum voru þær frænkur mínar kátar
og frjálslegar, enda seltu þær svip sinn á alt
heimilið. Benedikt, faðir þeirra, kom mjer fyrir
sjónir sem roskinn og reyndur húsfaðir, er ekki
* hefði tíma til að leika sjer, en var þó ávalt boð-
inn og búinn til að leyfa telpunum sínum að
gera það. Auk heimilisanna lágu einnig á hon-
um allmikil störf í þágu sveitarinnar, því hann
var hreppsfjóri og
til allra ráða
kvaddur innan
sveitar.
Amma var svo
gömul.er jeg þekti
hana, að jeg hafði
mjög lítið af henni
að segja. En því
meiri skifti átti
jeg við afa, enda
var hann ernari
og dvaldi oft lang-
tímum hjá okkur
á Höskuldsstöð-
um. Raunar var
hann alls ekki afi
okkar, þótt við
kölluðum hann svo, heldur stjúpi þeirra systra,
en ekkert skerti það vinfengi okkar. Ekki var
heldur hætt við því að neinn af okkur krökk-
unum firtist við hann, þótt afi kallaði til okkar
höstuglega eða veldi okkur ekki sem virðuleg-
ust nöfn, og hnýtti kanske einu eða tveimur
laglega völdum blótsyrðum við ávarpið. Þá
vissum við að hann var í góðu skapi, og
því þótti okkur vist sjaldan vænna um hann
en þegar hann var að tvinna eða þrinna
blót-þráðinn, og rak þá einatt endahnútinn á
með einu eða tveimur bofsum af bældum hlátri:
mhl mh! Er það skemst af að segja, að jeg hef
aldrei þekt blótsamari mann en afa, en heldur
ekki neinn góðlátlegri og elskulegri.
Svo var nú Vilborg, móðursystir mín, hús-
freyjan á bænum. Dugnaður, fjör og glaðværð
var það sem einkendi hana mest i mínum augum.
Heimilið var, sem sagt, stórt og fólksmargt,
ekki síst á kvenhöndina, er dæturnar fimm voru
flestar eða allar heima. Ekki bar þó á því að
stjórnin á þessum her færi í neinum óleslri,
húsfreyja virtist vera einvöld fyrir innan stokk,
en dæturnar einskonar herforingjaráð, er sá um
að skipanir væru framkvæmdar. t*ó var strang-
leikur enginn í fari húsfreyju, heldur virtist alt
ganga eins og í leik, með glaðlyndi og gaman-
yrðum.
Og glaðlyndi húsfreyju var bæði mikið og
næmt, meðan raunir og ástvinamissir höfðu enn
ekki beygt bak hennar, Henni fylgdu hlátrar,
sem ervitt var að verjast, og var það dauður
maður, sem ekki
komst i gott skap
í návisl hennar,
enda sá það á,
því eldhúsið var
jafnan fullskipað
fólki, er sat þar
meðan sætt var.
Eigi spilti það
heldur gleðinni,
að húsfreyja var
söngvin mjög og
var það háttur
þeirra sýstra,
móður minnar
og hennar, er
þær hittust, að
rifja upp fyrir sjer
öll lögin, sem þær höfðu lært og sungið í
ungdæmi sinu, og voru eigi allfá lög á söng-
skrá þeirra. Margt af þessum lögum munu
þær hafa lært af móðurfólki sínu, þeim Eydala-
systkinum, er öll voru sönggefin og áttu sjer
góðan hauk i horni þar sem var Eiríkur Magnús-
son i Cambridge, bróðir þeirra. Þykir mjer ekki
ólíklegt að hann hafi innleitt margt af lögum og
ljóðum í Eydölum, fyrst og fremst sænsk lög,
svo sem Bellman’s-söngva, og Friðþjófssögu á
sænsku og í þýðingum Matth. Joch., og svo lög
úr hinu mikla safni Berggreen’s.
Eins og að líkindum lætur um jafn skemtilegt
heimili var oft gestkvæmt á Porvaldsstöðum.
Einkum mun svo hafa verið, þegar svo bar
undir, sem oft vildi verða, að sumar-samkomur
voru haldnar á Hjeraði, einkum í Hallormsstaða-
skógi. Fjölmentu Fjarðamenn í þessa skógar-
túra og var þá ósjaldan gist á Þorvaldsstöðum.
Einkum munu Reyðfirðingar hafa verið tíðir og
fjölmennir gestir, en Fáskrúðsfirðingar og Breið-
Benedikl Eyjólfsson.
Vilborg Jónsdótlir.