Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 32

Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 32
88 ÓÐINN Gunnar varð tæringarsjúkur og var um hríð frá námi, og dvaldi fyrir norðan og kvæntist þar, er hann hjelt að sjer væri batnað. Svo haustið 1906 kom hann sem sagt suður og byrjaði nám sitt, en þá greip hann aftur vanheilsan og hann lagðist algerlega í rúmið. Þau ungu hjón voru bláfátæk, og er fram leið til jóla, varð eitthvað að gera þeim til hjálpar. Urðu til þess skólabræður hans á prestaskólanum. Þeir lögðu mikið á sig hans vegna og fórst þeim afarvel við hann í þessum raunum hans. Svo fór, að heimili þeirra varð að leysa upp. Tók frú Ingunn Blöndal, móðursystir konu hans, hana og barn þeirra á 1. ári heim til sín. Þeir komu svo til mín og spurðu, hvort jeg gæti ekki tekið hann í húsið, allan annan kostnað, bæði fæði og læknishjálp og meðul, sáu þeir um. En rjett áður en þessi málaleitun kom til mín, hafði jeg komist á snoðir um, að Frederiksen bakari vildi leigja tvær auðu stofurnar í húsinu, sem hann hafði ætlað fyrir geymslu, en ekki fengið not fyrir. Nú varð jeg hræddur um að þær mundu leigðar einhverju fólki, svo að tvíbýli yrði, og hafði jeg því tekið þær á leigu í viðbót, þótt jeg hefði ekkert við þær að gera, og hafði þannig alt húsið til umráða. Þegar prestaskóla- menn fóru fram á að jeg tæki Gunnar, sá jeg að Drottinn mundi ætlast til þess, þar sem jeg hafði svo yfirfljótanlegt húsrúm, og var hann fluttur til mín. Guðmundur Magnússon var Iæknir hans og lagði á öll ráð, hvernig jeg ætti að stunda hann, án þess nein hætta stafaði af fyrir þá, sem umgengust mig. ]eg fjekk mjer skósíðan, hvítan læknaslopp, sem jeg var ætíð í inni hjá honum, og gáði vel að sótthreins- andi þvottum. Insta stofan á bakhlið hússins varð nú sjúkrastofa hans. Hann hafði berkla í útlimum og mörg kýli, sem voru logaum, og var það erfitt verk að færa hann til og hagræða honum. En hann var svo góður og þolinmóður, og síglaður, þegar hann hafði viðþol, svo að það gerði verkið ljett að stunda hann. Þar á ofan gerði það ánægjuna meiri, að prestaskóla-bræður hans komu jafnaðarlega til hans og ljetu sjer mjög hugarhaldið um hann. Fyrir beiðni hans sjálfs höfðum vjer biblíulestra inni hjá honum, og skiftumst á að hafa framsöguna. í þeim flokki voru þeir: Guðbrandur Björnsson, ]óhann Briem, Þorsteinn Briem og Brynjólfur Magnússon stöðugir gestir, og svo við og við aðrir af prestaskólanum. Urðu þessar samverustundir ákaflega uppbyggilegar og alvarlegar um leið, því sjúkdómur vors sameigin- lega vinar, sem vjer vorum vissir um að að eins mundi enda á einn veg, setti meiri alvörublæ á huga vorn en annars mundi hafa verið. Enda varð þessi tími mjög til að færa þessa ágætu pilta inn á braut lifandi trúar, og hafði mikla þýðingu bæði fyrir mig og þá. Fór svo, eins og vant er að vera mjer við- komandi, að jeg bar mest úr býtum, því þessir ungu menn urðu mínir alúðarvinir, og hafa verið það ætíð síðan. Það er segin saga, að hafi jeg einhvern tíma ætlað mjer að liðsinna öðrum, hefur það snúist svo, að jeg hef grætt mest á því sjálfur. — Þessi tími, frá því nokkuru fyrir jól og fram yfir páska, er Gunnar dvaldi hjá mjer, var afarþýðingarmikill tími fyrir mig. Rjett eftir nýárið fjekk jeg þá sorgarfregn, að sjera Björn Blöndal, að Hvammi í Laxárdal í Skagafirði, væri dáinn. Um kvöldið sat jeg einn heima og rifjaði upp minningar vináttu okkar, alt frá fyrsta skólaári. ]eg mintist þess, að á hinum liðnu jólum voru nákvæmlega liðin 20 ár frá því er jeg fyrsta sinn var yfir honum veikum, eins og jeg hef áður frá sagt. Er jeg nú sat í angurværu skapi, niður- sokkinn í hugsanir mínar, fjekk jeg heimsókn af Þorsteini Briem. Við sátum lengi saman, langt fram á nótt, í andlegu samtali um lífið og dauðann, bæði í hinni tímanlegu og andlegu merkingu, og hugir okkar voru hrærðir, bæði af vinarláti því, sem sjer- staklega snerii mig, og af umhugsuninni um hinn sameiginlega, sjúka vin í herberginu bak við þilið, vininn, sem við vissum báðir að var á flugferð á leið til dauðans, og hugirnir stefndu hærra í næturkyrð- inni, upp þangað, sem dauðinn er ekki lengur til, nje harmur, nje mæða, nje tár, en lífið ríkir í alveldi sínu. Við fengum báðir þá stund nokkurn forsmekk samfjelagsins við Guð. ]eg gleymi aldrei þeirri stund, og þá eignaðist jeg nýjan vin, sem síðan hefur tals- vert komið við sögu mína. — Einhvern tíma um þetta leyti vetrar fjekk jeg brjef frá sjera Hjörleifi, prófasti á Undirfelli í Vatnsdal, vinsamlegt og hlýtt. í því brjefi sagði hann mjer frá, að hann hefði jarðsungið eina vinkonu mína frá Kornsár-tímanum, frú Þuríði Sighvatsdóttur, er giftst hafði Halldóri Árnasyni, frá Höfnum; hefðu þau átt einn dreng, Sigfús, og stæði hann nú algerlega ein- mana í heiminum, væri ákaflega vel gefinn piltur og hneigður til lærdóms, væri hann eitthvað um 15 ára að aldri. ]eg fann að prófastinum var einkar hugar- haldið um piltinn. Bað hann mig að fara til nokk- urra velmegandi frænda hans og vita, hvort þeir vildu nokkuð liðsinna honum til náms. ]eg fór þegar, en þeir færðust undan, og fjekk jeg engan árangur af förinni. Hjer um bil samtímis fjekk jeg brjef frá piltinum sjálfum, skrifað með ljómandi fallegri hönd, en betur hvað mál og framsetning áhrærði. ]eg varð

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.