Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 6
6
ur ákomið hjá öðrum þjóðum um þekkingu og kunn-
áttu í þessu. Reyndar voru miklar verklegar fram-
kvaemdir á síldarveiðunum hjá Hollendingum, Englend-
ittgum og Norðmönnuitt, en það vantaði því nær alveg,
að menn þar þektu til hlítar eðli síldarinnar, og alt það
ör á slíkri þekkingu má byggja.
Hin fyrsta villa er hafði átt sér stað alstaðar
Var sú, að hinar eiginlegu heimilisstöðvar síldarinnar
væru undir ísnum við Norðurheimskautið, og þaðan
hrektist hún á hverju ári langar leiðir suður á við,
en það væri einungis á þessum hrakningi að menn
gætu náð í hana, þegar hún færi fram hjá. Menn
héldu þess vegna, að hún kæmi ekki nema endrum
og sinnum að landi, og ekki mætti treysta þvi að jafn-
aði, að hún kæmi (sbr. Olavius I. bls. 104. Egg. Ól.
bls. 358, 224, 698. Sá sem fremur öllum varð tilþessað
koma þessari röngu skoðun í hvers manns huga og
munn, var borgmeistari Anderson í Hamborg, er samdi
lýsingu um ísland, Grænland og Strat Davis (1746).
Hann bar íslendingum mjög misjafnar sögur, eins og
alkunnugt er, enda hafði hann aldrei sjálfur komið til
íslands, en tindi saman efnið i bók sína hjá sjómönn-
um og verzlunarmönnum, er hann hitti úr förum til ís-
lands, og prjónaði hann þetta saman í heila bók, sem
varð óþokkaleg eins og nærri má geta.
Við Grænland, Spitsbergen og enn lengra norð-
ur sagði hann að væri fjöldi af selum, marsvínum,
hvölum og öðrum dýrum, sem lifa að mestu á síld og
þykir hún bezt allrar fæðu; sama var og um þorsk-
inn og alla þá fiska, sem lifa á sild. Hann áleit þvi,
að íshafið eða Norðurheimskautshafið væri síldarinnar
aðalstöðvar og þá jafnframt þeirra fiska og dýra, sem
jafnaðarlega væru í för með henni. Undir hinum miklu
ísbreiðum, sem aldrei þiðna, átti sildin að eiga hent-
ugt skýli, þar sem hún gæti alizt upp i sæld og ró,