Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 23

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 23
23 vel svo vera, að i því sé fólgin ráðning þeirrar gátu, að hin stóra síld vor kemur fyrir á svo hvikulan og óstöðugan hátt. í Eyjafirði eru beztu sildarstöðvarnar alloptast langt úti i firði i grend við Hrísey. Um viku fyrir sumarmál 1863 rak ógrynni af stórri síld í Vog- um við Vogastapa, mörg þúsund tunnur, sem láu í hrönn frá þóruskeri yfir að Hólmabúð. Hrannirnar náðu mönnum í mitt læri. Sagt var, að hún hefði rekið þar upp fyrir stormi af landsunnan átt, og að mikið sandfok, sem gruggaði sjóinn, hefði banað henni. Vor- ið 1882 gekk mikið af síld upp undir Vogastapa og að Vogavik. Hún hélt sig þar alllengi, og var nokk- uð af henni veitt í lagnet. það er enginn efi á, að þessi síld hefir hrygnt þar, og mun hún gjöra það þar jafn- aðarlega, því hennar verður þar svo opt vart. það er víðar fram með Vatnsleysuströnd sem sild hefir veiðzt ílagnet, t. a. m. 1881 við Flekkuvík, þó að ekki væri það mikið en einungis fáeinar tunnur. Á þessu ári (1883) fór að verða vartvið stóra hafsildf vikunni 18—25. marz og veiddist talsvert af henni í lagnet í Keílavík og Njarðvík, nokkru siðar í Vogum. f>að var einkennilegt við síldargöngu þessa, að henni var ekki samfara sér- lega mikil fuglferð. í Hafnarfirði varð fyrst vart við sildina um ig. apríl og i Reykjavik 22. apríl. í J>or- lákshöfn verður því nær á hverju ári vart við hafsíld, einnig fyrir utan Hellna og Stapa fyrir vestan. Úr þvi nú að mjög mikið af sild, að minsta kosti opt, hrygnir við Vogastapa, þar sem einnig er meiri þorsk- sæld en víðast annarstaðar á íslandi, eru öll likindi til, að síld einnig hrygni á vogum og hraunbrotum innar og utar á Stakksfirði, báðum megin við Býja- skerseyri o. s. frv. þ>etta ættu menn að athuga ná- kvæmar og ganga úr skugga um það, því það er eg segi um þetta, er ekki nema getgáta, mjög sennileg að mér virðist.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.