Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Síða 24
24
Egg’in i síldarhrogninu eru mjög Htil, i1/* milli-
meter (x/16 þml.) að þvermáli. Utanum þau liggur mjög
seigur vökvi, sem gjörir það að verkum, að þau verða
viðloða við það, er þau snerta. þ>au verða varla losuð
frá því, sem þau hafa fest sig á. Vökvinn, sem er
utan um eggið, en það er litið eitt þyngra en sjórinn,
festist strax, svo að hrognin, t. a. m. á sléttum sand-
botni, verða að einni köku, sem loðir saman, og má
taka hana upp svo stóra, að hún sé fet að þvermáli
og yfir þumlung á þykt og eru þá bæði sandur og
egg samloða. Eggin geta fest sig á disk, svo að þeim
verði ekki náð af, nema með beittum knífi. f»au geta
orðið svo viðloða við net, sem mikið af síld ánetjast í
um hrygningartímann að hinn mjói þráður springi af
klepru, og verðr opt af því óleikur fyrir síldarmenn.
Síldin gýtur hrognunum skamt frá botni. Svil-
fiskurinn lætur svilunum jafnframt því, að hrygnan
hrygnir. Eggin falla svo jafnóðum 1 leg sitt, en svo
er svilamjólkin mikil, að sjórinn getur af henni fengið
hvítleitan lit, og má þetta sjá optlega, ef því er veitt
eptirtekt.
Síldin hrygnir vanalega þar sem smágrýtt eða
malarkent er í botni, þang og marhálmur (Zostera),
eða þar sem sandur er, þó ekki blautur leirbotn.
Djúpið er frá fáeinum og alt að ioo föðmum rúmum í
hæsta lagi, eptir því sem menn nú vita frekast. Vana-
lega kýs síldin sér minna dýpi með lygnu vatni, jöfn-
um hita, og inníjarðar munu fjölskipuðustu hrygningar-
staðirnir, eptir því sem annarstaðar reynist, vera frá
2—5 faðma; en þá er síld hrygnir lengraúti, má telja
víst, að það sé ætfð svo djúpt, að öldugangurinn sé
ekki hrognum eða ungviði til meins. Hrygningarstað-
urinn hlýtur að vera svo, að síldin eigi að eins geti
klakizt út, heldur hafi einnig næga fæðu og njóti frið-
unar fyrir ofsóknum.