Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 28
28
gangi og ofsóknum fugla og fiska, og leitar hún því
nær landi inn á sund og firði, eða þar sem hún finn-
ur betra hæli, ef á liggur. þegar hún er orðin fáa
þumlunga á lengd, fer hún að hópa sig og færa sig
í torfum úr einum stað í annan, eða byrja umferðir
sínar eins og henni er tamt. Fer það að mestu eptir
því, hvar hún finnur fæðu, eða smákrabba þá, sem
hún lifir af, og sem að mestu eru ofarlega í sjó. Hvar
þeir nú halda sig, mun vera komið undir atvikum,
einkum straumum; þessi smádýr verða því orsök til
þess, hvar seiðin hafast við. Fyrsta árið munu smá-
seiðin eflaust vera mjög nærri landi, en eptir þvi sem
þau vaxa, draga þau sig lengra út, og leita að lokum
átthaga foreldra sinna úti í hafi. þetta gæti nú orðið
jafnt og reglubundið, ef að ætið ekki opt og tíðum
rækist undir land fyrir veðrabreytingar, storma og
strauma, og eins og þrýstist inn að landi og inn á
firðina. J>etta dregur hina yngri sild og jafnvel á
stundum hina eldri með sér, og hér sjáum vér þannig
að minsta kosti eina orsök til þess, að hér á landi
fyllast firðir allopt af einkum yngri eða minni sild.
Norðmenn gjöra þenna aldursmun á síldinni: á fyrsta
ári er hún kölluð „Musse“, á 2. ári „Æsja“ eða blað-
síld, á 3. ári „Christjania síld“, á 4. ári „Middelsild“ eða
meðalsild, á 5. ári kaupmanssíld, á 6. ári vorsíld eða
fullvaxin. Eptir þessu ætti síldin að vera á misjöfnu
aldurstigi á 6 árum eða tæplega hafa náð fullum vexti
fyrr. Menn hefir nú greint mjög á um þetta. Sum-
ir Skotar telja hana gotfæra 3 ára, aðrir 7 ára. Boech
telur, að hún muni tæplega vera gotfær tvævetur, og
getur þess til, að sild varla muni hrygna áður en hún
er 3 vetra; hitt sé víst, að hún hrygni áður en hún er
fullvaxta eða tæpir 9 þumlungar á lengd. Hin stærsta
síld, er hann hefir handleikið með vöxnum hrognum
og svilum, var nær 16 þuml. á lengd.