Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 32

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 32
32 um bæði úti í hafi og við land, og það fer ekki hjá því, að bæði straumar og vindar þeyti þeim fram og aptur um höfin, til lands og frá. Ef að vér höfum það hugfast, að þetta er aðalæti síldarinnar, þá er það skiljanlegt, að síldin hlýtur að haga ferðum sín- um að miklu leiti eptir því, hvernig ætið fleygist fram og aptur, og það er fullyrt, að sjaldan rnuni svo vera stórir flekkir af æti þessu, að ekki sé síld þar nærri. Hvalir, selir, hákarl, háfur, þorskur og upsi o. fl. reka síldina saman í stórar torfur, en hún gjörir þá aptur hið sama við krabbaflærnar og rekur þær saman í stóra flekki til þess að matast á þeim. þar sem eg hér segi, að ýmisleg stærri dýr reki síldina saman i stórar torfur, þá má samt eigi gleyma því, að síldin hefir mikla félagsást til að bera, og að það er eðli hennar að halda hóp. Frá upphafi æfi sinnar heldur hún sig í hnapp saman, og það er mjög sjald- an, að menn finna eina síld sér. Hún er fjörug og kvik, stygg mjög, hrekkur fljótt við og dreifist, en fer fljótt aptur í sama stað, og leitar þá í hóp sinn. Jegar fer að koma fram á sumar, er opt mikið æti nálægt landi, og það er allajafna, að síld leitar eptir því, enda er þetta meðfram grundvöllur fyrir sumar- síldarveiði Norðmanna. þeir telja æti þetta þrens konar, rauðátu, gulátu, og púðurátu eða svartátu. Ber til þessara heita sumpart litur dýranna lifandi eða á sauri síldarinnar. þannig dregur gulátan nafn af lit á saurindum síldarinnar, er hún tekur sér til fæðu gagnsæjar krabbaflær, ýmsa smáorma eða liðdýr (Annelider). Svartátan þar á móti sést ofansjávar, einkum þegar rigningasamt er, og er ungviði ýmsra kufunga. Boech telur rauðátuna almennasta með öll- um ströndum Noregs og þó mest í fjarðamynnum; minna innfjarðar og í rúmsjó eptir því sem dýpkar. Hann tók átu þessa upp í háfi og fann að það voru

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.