Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 40

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 40
40 Fiskimenn í Noregi álíta því „dagfiski“, eða að síld veiðist á degi, merki þess, að ganga sé að hætta, en þó bregður út af þessu. Svo reynist í Noregi, að síld, sem ekki er búin að hrygna en komin að því, veiðist betur í lagnet en síld, sem er fyrir rétt eptir gotið. Síld rennur sjaldn- ar á net, eptir að hún hefir hrygnt og er farin að dýpka á sér, enda þótt hún sé við land. Lagnetaveiði hættir því jafnan fyrri en nótaveiði. J>að er eins og síldin, bæði hrygnur og svilfiskar, finni þörf hjá sér til þess að núa kvið sinn undir gotið, til þess að hrogn og svil renni, og menn halda að það sé af þessum or- sökum, að síldin ekki fælist netin, en fremur dragist að þeim, til þess að gera gotið auðveldara. fað kem- ur þannig opt fyrir, að stórar síldir loða við smáriðin net, þegar þau eru dregin, þótt höfuðið hafiekkikom- izt svo langt inn, að möskvarnir hafi náð tálknopinu, heldur smeygzt að eins upp á hausinn framanverðan. |>að má því opt sjá rönd á hausum sílda, er síðar veið- ast, af því að þær hafa reynt til þess að smjúga netin, til þess að nudda kvið sinn. Menn hafa og opt séð síldir, og það aptur og aptur, reyna að komast í gegn- um möskvana. Með vatnskíki hefir það og sézt, að síldin heldur sig við botninn, og eins og grefur sand- inn með kvið sínum til þess að gjóta. Eptir að síldin er búin að gjóta, hefir hún ekki lengur hvatir til þess að sækja á netin. þ>á forðast hún þau, en er viðlíka Qörug og áður, og hverfur alloptast skjótlega, svo úr því verður lítið vart við hana. Alþýðu í Noregi hefir verið mjög tamt að leggja trúnað á ýmsa fyrirboða fyrir komu síldarinnar, en flestir þeirra eru ekki nema hjátrú eða trúnaður á ýmsa hluti, bygður á misskilningi eða rangtöldum or- sökum. En sjái menn hvali snemma að vori nálgast land, er vissa um að þeir elta síld, til þess að hafa

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.