Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 41
41
\
hana sér til fæðu, eða þá aðra fiska, sem ofsækja sild-
ina. Sama er og um fuglagang mikinn, einkum haf-
súlu, er mestmegnis mun lifa á hafsild, þó að hún á-
valt einnig taki aðra smáfiska, þar á meðal upsaseiði,
eins og optsinnis hefir orðið vart við í Reykjavík.
þegar Boeck var á ransóknarferðum sínum um
Noreg, hugði hann mjög að hinum vanalegasta göngu-
ferli síldarinnar við land, og mældi dýpið allopt, og
eptir því sem honum þótti álitlegast sagði hann stund-
um fyrir, hvernig leggja skyldi yfir þverar rennur.
Hittist þá optar svo á, að síld kom 1 netin. Einu sinni
veiddust þannig 8 tunnur í einni lögn, en f netum þeim,
sem voru til endanna og uppi á rennukambinum báðum
megin, voru ekki nema stöku síldir. Hann tók þannig
optar eptir því, að maður, sem hafði lagt net sín þann-
ig, að endinn láírennunni, en hitt af netinu upp eptir
karabinum, sem myndaði rennuna, fékk mikið af síld
í djúpendann, en strjálingsveiði ofar. Að þessu hefir
hann hugað svo optlega og svo vandlega, að hann á-
lítur á því engan efa vera, að sfldinni sé tamast að
fara eptir rennudjúpum, og einnig fundið, að gangan
hagar sér á sama hátt ár eptir ár.
Eptir viðlíku og þessu ættu þeir menn, sem farnir
eru að veiða síld með lagnetum, að taka mjög vand-
lega, og ef menn gerði það, mundi verða meiri veiði-
von en þegar menn, eins og t. d. hér í Reykjavík,
leggja net sín á breiðu fláagrunni innar af skipaleg-
unni. f>eim væri miklu nær að leggja net sín á þeim
stöðum, er líkindi eru til að síldin fari um í hnappi,
t. a. m. í Stofusundi, í Hólmasundi, vogunum við
Grandann, og innar.
þ>egar nú svo er, að síldin fer inn rennur þessar,
grunnála eða sund, mætti svo virðast, sem lagnetþvert
yfir mundi girða fyrir, og taka f sig það af torfunni,
sem ánetjaðist, en hitt mundi beygja af og fara á snið,