Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 42
4*
svo ekkert kæmi í önnur net, sem aptar lægju. En
þessu er nú ekki svo varið; síldin hefir svo sterka
hvöt til þess að halda áfram á hrygningarstaðinn, að
hún gjörir þetta ekki. Nokkuð ánetjast i fyrsta net-
inu, en það sem eptir er, léttir sér ofar í sjóinn, og
heldur svo áfram. f>egar nú komið er yfir netið, leit-
ar síldin aptur niður á við, og gengur þetta koll af
kolli, við hvert net sem fyrir verður. Sé fjarlægðin
milli netanna f sundinu ekki alt of lítil, ánetjast því síld
í þeim öllum. J>annig hefir það komið fyrir, að af fleiri
netum, sem lögð voru hvert fyrir aptan annað, var í
fyrsta netinu mikið, en í næsta netinu, sem var heldur
nærri hinu fyrsta, var talsverð ánetjan að ofan, en
ekkert neðar, og sýnir það, að net þetta var lagt svo
nærri fyrsta netinu, að síldin, sem yfir það fór, hafði
ekki haft svigrúm til þess að steypa sér.
Dæmi þessi sýna, að mikil nauðsyn er til þess,
að þeir, sem stunda veiði þessa, leiti vandlega upp
þær slóðir, þar sem optast verður vart við umferð af
síld, einkum eptir grunnálum, rennum og 1 eyjasund-
um, og hagi netalögn sinni skynsamlega. J>á er og
það að athuga, hvar hrygningarstaðir muni vera lík-
legastir og að öllu samtöldu hentustu netalagnir.
Eins og auðskilið er, hlýtur það að vera mjög
margt, sem hefir áhrif á göngurnar og hvar síldin
hefst við. Vér skulum því telja nokkur þau atriði,
sem optast er getið um.
Margir hafa ætlað, að straumarnir í hafinu muni
hafa talsverð áhrif á sildargöngu, og ber það til þess,
að síld við land heldur sig opt heldur þar, sem nokkr-
ir straumar eru fyrir, svo sem út við nes, og syndir
þá allajafna á móti straumi. En þá hefir það optlega
komið fyrir, að í síldarnætur hefir veiðzt vel, þar sem
sterkur straumur var fyrir, og það þar, sem að síldin
hefir hlotið að fara með straumi, en ekki á móti. Að