Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Síða 42

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Síða 42
4* svo ekkert kæmi í önnur net, sem aptar lægju. En þessu er nú ekki svo varið; síldin hefir svo sterka hvöt til þess að halda áfram á hrygningarstaðinn, að hún gjörir þetta ekki. Nokkuð ánetjast i fyrsta net- inu, en það sem eptir er, léttir sér ofar í sjóinn, og heldur svo áfram. f>egar nú komið er yfir netið, leit- ar síldin aptur niður á við, og gengur þetta koll af kolli, við hvert net sem fyrir verður. Sé fjarlægðin milli netanna f sundinu ekki alt of lítil, ánetjast því síld í þeim öllum. J>annig hefir það komið fyrir, að af fleiri netum, sem lögð voru hvert fyrir aptan annað, var í fyrsta netinu mikið, en í næsta netinu, sem var heldur nærri hinu fyrsta, var talsverð ánetjan að ofan, en ekkert neðar, og sýnir það, að net þetta var lagt svo nærri fyrsta netinu, að síldin, sem yfir það fór, hafði ekki haft svigrúm til þess að steypa sér. Dæmi þessi sýna, að mikil nauðsyn er til þess, að þeir, sem stunda veiði þessa, leiti vandlega upp þær slóðir, þar sem optast verður vart við umferð af síld, einkum eptir grunnálum, rennum og 1 eyjasund- um, og hagi netalögn sinni skynsamlega. J>á er og það að athuga, hvar hrygningarstaðir muni vera lík- legastir og að öllu samtöldu hentustu netalagnir. Eins og auðskilið er, hlýtur það að vera mjög margt, sem hefir áhrif á göngurnar og hvar síldin hefst við. Vér skulum því telja nokkur þau atriði, sem optast er getið um. Margir hafa ætlað, að straumarnir í hafinu muni hafa talsverð áhrif á sildargöngu, og ber það til þess, að síld við land heldur sig opt heldur þar, sem nokkr- ir straumar eru fyrir, svo sem út við nes, og syndir þá allajafna á móti straumi. En þá hefir það optlega komið fyrir, að í síldarnætur hefir veiðzt vel, þar sem sterkur straumur var fyrir, og það þar, sem að síldin hefir hlotið að fara með straumi, en ekki á móti. Að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.