Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 47

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 47
Kl 100,000 kr., til þess að reyna að fiska síldina dýpra fyrir úti í hafi, en þær tilraunir urðu að engu. Nefnd- ir voru skipaðar til vísindalegra ransókna hver á fæt- ur annari, en árangurinn varð enginn. J>ar á meðal tók hinn nafnfrægi náttúrufræðingur Sven Nilsson þátt í ransóknum þessum og það um alllangan tíma. Hvarf síldarinnar varð alt fyrir þetta óráðin gáta, því eigi hefir það heldur sannazt, þó að síldargöngur hafi horfið einhverstaðar, að þá hafi sú síld komið fram á öðrum stöðum. |>að hefir eigi vantað tilgátur um orsakir til þess, að síldin hafi lagzt frá góðum veiðistöðvum í langan tíma, eins og svo opt hefir við borið frá því er menn hafa sögur af, bæði í Svíaríki, Noregi og Danmörku, og ná þær yfir alllangan tíma. f>eir sem miður voru fróðir, hafa lítt hugsað um þetta, og fundið orsakir nógar, er þeim þóttu gildar vera. fað má telja nokkrar þeirra, svo sem að forsjónin hafi reiðst mönnunum fyrir vanbrúkun á þessari guðs gjöf, að menn hafi fiskað á helgum dögum, neitað prestum um eða svikið síldartíund, farið með galdur, úthelt blóði saklausra manna, að hvalir hafi hætt að reka síldina til lands, og margt annað sömu tegund- ar. Aðrir hafa álitið, að síldinni hafi verið gjöreytt af mannavöldum, hún hafi verið hrakin burtu, veitt of mikið af henni, möskvar hafi verið hafðir alt of litlir, hrognin hafi verið eyðilögð. Gufuskip, fallbyssu- skot, klukknahljómur og háreysti eiga að hafa fælt hana. Sjónum á að hafa verið spilt með dauðri sild, raskinu úr henni sem fleygt hafi verið í sjóinn, og með úrgangi úr grútarbræðslu. þriðja skoðanin er sú, að það sé eigi af manna- völdum, að síldin hafi lagzt frá. Ekki hafi það held- ur komið af innri hvötum hjá henni sjálfri, en að hin

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.