Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 49

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 49
49 vog einum eptir ádrátt með nót, en þar veiddist eins vel ári síðar og þar á eptir. þ>að kemur all opt fyrir í Noregi, að mjög mikið af síld missist eða verður til og rotnar upp. þegar búið er að byrgja síldina i stórum nótum, og stormur kemur á, fer alt í eina bendu ef til vill, og er þá ómögulegt að bjarga veiðinni úrnet- unum. Boeck sá þannig netaflækju með yfir ioobólum (Kagger), þannig komna, og til þess þó að bjarga ein- hverju, voru bóluduflin skorin af, og sukku þá öll net- in með hinni dauðu sild. Nokkru síðar á sama ári fór Boeck og ransakaði, hvernig farið hefði með nið- urburð þenna. Var svo reynt með krökum og slæð- um að ná netunum upp, en þau voru þá, eða tveim mánuðum eptir að síldin gekk í þau, orðin svo meyr og fúin, að þeir, sem leituðu, opt og tiðum náðu engu upp, og ef þeir náðu einhverju, þá voru það ekki nema slýjur. J>eir urðu lítið varir síldarinnar, sem í netunum hafði verið, og ekki að öðru en hryggjum, uggum, tálknum, hausbeinum og sinum. Daunn mikill var af þessu, en alt annað var rotnað eða étið upp. Á netaleifun- um voru mörg smádýr, sem höfðu safnazt að, bæði til þess að vinna upp síldina og eta hvert annað upp. Nokkrum mánuðum þar á eptir varð hvorki vart við síldina, netaslæðurnar, né hin mörgu smádýr. Alt var komið í sama horf og áður. þ>að er því lítt hugs- anlegt, að slíkur niðurburður hafi áhrif á fiskistöðv- arnar ári síðar, eða að sild fyrir þá sök leggist frá, enda er það og mjög sjaldan, að svo mikið verði ept- ir af síld, að það geti haft skaðlegar verkanir. Hið stórkostlegasta i þá átt, er hefur komið fyrir, er, að 20—30,000 tunnur af síld töpuðust úr einni byrginót í Noregi, og þar gekk nú reyndar ekki síld síðar; 10,000 tn. töpuðust í Seyðisfirði haustið 1879 og sakaði ekki. En þegar beztu menn í þeim efnum, eins og Boeck og Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. IV. 4

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.