Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 51

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 51
5» sókna, sem g'ætu leitt meira í ljós, en menn nú vita. En íslendingum þarf ekki að bregða i brún, þó að sildin hér við land sé hvikul, fyrst svo er annarstaðar, og ekki ætti það heldur að fæla menn frá framkvæmd- inni. Alt bendir á það, að hafið umhverfis land vort sé jafnauðugt af sild og hvert annað haf, og fer þá að vonum, að hún sýni einnig hér óstöðugleik sinn, hveij- ar orsakir sem kunna að liggja til þess. í öðrum löndum starfa svo margir að því, að finna hið sanna í þessu, og á svo marga vegu, að furðu má gegna, hversu stórt svið menn setja ransóknum sínum. Eg skal tilfæra eitt dæmi, og það er, að menn hafa fundið undarlegt og óskiljanlegt samband á milli hinna stóru tímabila síldargangnanna og sólblettanna. Fyrir rúmum 40 árum gátu menn sýnt fram á, að sól- blettirnir koma fram á vissri tiltekinni tímalengd, 11, 55V2 °S 222 árum, eptir því, hvort talin eru hin minni eða stærri tímabil. Nú vita menn það, að sólblettir geta haft eða hafa áhrif á ýmislegt hér á jörðu, og verður þá mjög eptirtektavert, að tímabil síldargangn- anna falla svo saman við sólblettatímabilin, að það gæti virzt vera ekki eingöngu af tilviljun, að síldar- göngur eru örari og meiri þegar sólblettirnir sýna sig. Með sögulegum ransóknum hefir sænskum fiski- fræðingi, Ljungman, heppnazt að búa til skýrslur að nokkru um síldarveiðarnar í Bohuslán frá 859 fram til vorra daga, eða inn í sólblettatímabilið frá 1867—1922, og virðast þær að staðfesta hina framsettu skoðun. fað má tilfæra nokkur atriði úr þessari skýrslu um sambandið milli sóibletta- og síldfiskistímabilanna. þannig voru miklar síldarveiðar milli 1531—86, frem- ur litlar 1587—1642, miklar 1643—1698, varla teljandi 1699—1755, óvanalega miklar, einkum í lok aldarinnar, 1756—1810, mjög litlar 1810—1866, en á sólblettatíma- 41

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.