Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Síða 53

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Síða 53
53 og’ lífsháttu sfldarinnar, og hefi gjört það eptir því, sem föng voru til. Eg vona, að þó að alt það, sem eg eptir megni hefi fært saman í eina heild, geti ekki í einhverju einstöku atriði staðið sem stafur á bók, þá geti það þó orðið til nokkurrar undirstöðu fyrir þá, sem vilja reyna til þess að afla sér enn meiri fróð- leiks. Hér á landi er nú farinn að vakna talsverður á- hugi á að veiða síld. Menn eru loks af hinum stór- kostlegu aðförum Norðmanna í fjörðum vorum hin síð- ari árin farnir að sjá, að mikill atvinnuvegur liggur alveg ónotaður af landsmönnum. Efni vor leyfa eigi mikið, því sá skildingurinn, sem græðist, verður að fara til svo margs. Vér tölum ei um það fé, sem var- ið er til heimilisþarfa, eða aukningar nokkurrar á ment- un, en hin síðari árin hefir verið lagt meira fé en áður til verzlunar við útlenda menn, til þess að auka þil- skipaveiðar o. fl., en til als þessa þarf meira en fyrir hendi er. Að lokum eru menn farnir að leggja nokk- uð fram til síldarveiða, og má það telja þó nokkra framför. það getur samt engum dulizt, sem að því gætir, að til einskis höfum vér staðið ver að vígi, en til byrjunar síldarveiða. Skortur á nægu fé er sök sér, en það er verra, að oss vantar alla þekkingu á veið- unum. peir sem hafa viljað byrja á veiðunum, hafa því orðið að kasta sér í faðm Norðmanna, taka þá í helmingafélag, sæta öllum kostum af þeirra hendi, láta þá veiða fyrir sig, selja aflann i fjarlægu landi, og færa sér í hlaðið það sem umfram er, eða taka úr sjóði félagsins það er á vantar, en sigla ávait fram og aptur til Noregs á vorn kostnað, þó að þeir hafi bæði farið og komið í ótima, eptir því sem þeim hefir þótt bezt henta. Að gruna Norðmenn í þessum viðskiptum, það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.