Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Síða 60
6o
sem næstum því megi snúa við máltækinu: svo er
veiði, sem hún er vanin, þannig, að svo gerast veiði-
menn, sem þeir eru vandir eða venja sig. f>ess nauð-
synlegra er fyrir íslendinga að kynna sér allar veiði-
aðferðir, og þar á meðal reknetaveiðina. Danir, Norð-
menn og Svíar eru að lokum á síðari timum farnir að
komast að raun um, að það sé þeim til mikils óhags,
að reknetaveiðin sé ekki almenn hjá þeim, þar sem
Norðursjórinn sé fullur af síld, og aðrir njóti eigi veið-
innar en Bretar, þjóðverjar og Hollendingar, er taka
opt mikinn afla upp á svæði því, sem Norðmenn sjálfir
fara yfir á leiðinni til íslands. J>ar bíða þeir svo á
fjörðunum vikunum saman, opt til lítils, en á stöðvum
þeim, er þeir hafa farið yfir, veiðist svo þúsundum
tunna skiptir, á meðan þeir biða veiðivonarinnar á ís-
landi. Menn hafa og orðið þess varir, að þegar hausta
tekur, er opt mikið af sild fyrir utan Noreg, einkum
fyrir útsuðurströndunum, og mörgum þar tekur sárt
til þess, að ekki skuli afli þessi vera stundaður meira.
f>ó að menn hafi verið sendir til þess að læra rek-
netaveiði af Skotum eða Hollendingum, hefir viðsama
staðið, og það enda þótt þeir síðar hafi aflað fyrir
kostnaði og verkalaunum.
Alt eins og síldin kemur á firði, víkur og voga,
og einnig gefur færi á sér til veiðar fyrir utan, lengra
út í hafi, annarstaðar, eins hlýtur og að vera her á
landt, og þess vegna munu engu minni kostir á rek-
netaveiði vera hér en annarstaðar.
í>ó að enginn gaumur sé gefinn skýrslum þeim,
sem sýna, að reknetaveiðin er öllu vöxtumeiri ogjafn-
ari en við hinar veiðiaðferðirnar, er þó eitt, sem eg
vona, að menn íhugi vandlega, og það er, að rekneta-
veiði hér á landi, enda þótt hún að eins væri borin
við endrum og sinnum, og það enda með litlum krapti,
gæti fremur mörgu öðru stutt að aukningu á öðrum