Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 61
6i
fiskiafla. Fáeinar síldir, sem hafa verið veiddar í lag-
net, hafa opt og tiðum vegið sig upp á móti dýrasta
eyri, þegar þær hafa verið hafðar til beitu, og þeirra
er hægra opt og tíðum að afla sér með reknetum held-
ur en með lagnetum. Eins og enginn getur neitað því,
að hin sama sildin, sem kemur inn í firðina, hlýtur að
gefa færi á sér til veiðar fyrir utan þá, um leið og hún
kemur þangað og fer þaðan, þá verður og eigi borið
á móti hinu, að það sé framtaksleysi að leita hennar
ekki jafnt þar, og þegar hún er uppi i þurrum land-
steinum.
Eg skal til færa eitt dæmi mönnum til uppörfun-
ar, svo að þeir sjái, að ekki þarf til stórræða að taka,
þó veiðiaðferð þessi sé reynd. Sænskur maður, Smitt
að nafni, prófessor og merkur maður, ransakaði síldar-
veiðar við vesturströnd Svíaríkis fráþví 1876, ogkomst
hann að raun um, að stórsildin héldi sig þar utanskerja,
og staðhæfðist þá, að hún hrygndi þar, en gekk lítt
inn í hinn mikla skerjagarð, sem þar er. Stjórnin
sendi Smitt til Skotlands og Englands, og fann hann
strax, hversu arðsöm reknetaveiðin er, og að hún er
sú einasta veiðiaðferð, sem við verður komið i rúmsjó.
Reknetaveiði er að engu gagni, sögðu menn í Bohús-
léni. Vetur, stormar og straumar gjöra hana ófæra.
Svo er ekki, sagði prófessor Srnitt, keypti sér 10 rek-
net, og fékk þau manni, sem fór út með þau á makrel-
báti með 3 mönnum. þó að fleytan væri ekki stærri
og netin fá, veiddi samt bátur þessi í fyrsta sinn, er
farið var út með hann, 20 tunnur af síld; það var rétt
fyrir jól 1880. Milli jóla ognýárs fór báturinn út apt-
ur, og þá veiddust 50 tunnur af síld í ekki nema 8
netum. Gerum nú, að hvert net hafi kostað 40—50
kr., þá er útgerðin ekki mikil. En hvað gjörði stjórn
Svía ? Hún veitti Smitt 6,000 kr., og lét hann fá lítinn
gufubát með, til þess að reyna reknetaveiði og ran-