Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 62

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 62
t>2 saka ýmislegt um fiskiveiðar, og því hefir hún haldið áfram til þessa dags, með því að veita nokkur þúsund krónur á ári til þess að örfa menn til að stunda rek- netaveiðar eptir aðferð Skota. Við strendur Englands og Skotlands veiðist síld alt árið i reknetum, þó að sérstakar aðalvertíðir sé, sem veiði er meira stunduð á en öðrum. Hið sama mun mega gjöra hér á landi. Af því að hin norska veiðiaðferð er tíðkuð hér á landi, og mönnum gefst kostur á að kynna sér hana, ætla eg ekki að lýsa henni sérstaklega, því það verð- ur eigi gjört eins vandlega og þegar menn sjá sjálfir veiðiaðfarirnar. það er og skýrsla nokkur um þær í stjórnartíðindum B 1880, bls. 67, eptir danskan sjóliðs- stjóra, Trolle að nafni, sem þeir geta kynt sér, er ekki fara á veiðistaðina. En þó að vandi sé að lýsa veiði- aðferð, svo að eigi verði að fundið, og eigi verði það gjört svo, að eptir því verði farið að öllu í framkvæmdinni, enda ómögulegt að læra veiði af bókum, ætla eg að lýsa reknetaveiðinni í helztu atriðum. Ef eitthvað er óljóst um aðferðina, eins og menn lýsa henni, verða menn að laga það í hendi sér. Með reknetum má veiða hvar sem vera skal, langt eða skamt frá landi, og svo grunt sem við verð- ur komið, ef að eins netin geta verið á reki. Netið fer yfir mikla víðáttu, eptir því sem fallið eða rekið ber það, þangað til það er dregið upp með meiri eða minni afla. Á ferð sinni liggja netin yfir þveran sjó, beint niður eins og garður. Með fullri útgjörð er hann fjórðungur eða jafnvel alt að hálfri viku sjávar á lengd, og margir faðmar á dýpt. þessi garður er á hreifingu og girðir því yfir stórt svæði með lengd sinni. þegar hann verður fyrir síldartorfunum, leita þær á að smjúga hann, þrengja hausnum inn í möskvana, sem ekki eru nógu stórir til þess, að þeir verði smognir. Síldin eða fiskurinn kemst inn með höfuðið, möskvinn legst utan

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.