Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 63
63
um tálknskildina eða gelgjurnar, er þrýstast saman.
Nú er andfæri fiskanna svo, að þeir láta sjóinn fara
inn um munn sér, og það lopt, sem innbyrðis fer um
tálknin, hreinsar blóðið í þeim og endurnýjar. Tálkn-
in eru að sínu leiti eins og lungu dýranna. þau anda
inn lopti, láta það fara um lungun og endurnýja og
hreinsa blóðið í þeim. Lopt það, sem er í sjónum,
hefir að sinu leiti sömu áhrif á tálkn fiskjarins, og
þegar það er unnið úr vatninu, þá lætur fiskurinn vatn
það, sem loptefnið er skilið úr, fara út um gelgjuopin
báðum megin, og er honum þetta jafnnauðsynlegt, sem
mönnum að anda frá sér. f>að er ókyrð á netinu og
fyrirstaða, er fiskurinn, sem í það er kominn, vill anda
frá sér; möskvarnir færast þá upp og smeygjast eða
læsa sig inn í tálknopið, og þá getur fiskurinn ekki
lengur andað, heldur kafnar. Frá þessu hefi eg sagt
af því, að það er eitt af helztu skilyrðum fyrir ánetjan
fiskjarins.
Eptir ýmsu verða menn að hyggja við rekneta-
veiði, ef vel á að fara. f>ví minna sem ber á netinu
í sjónum, þess líklegra er að fiskurinn leiti á það og
ánetist. Næturtiminn er því hinn hentasti, og þykir
bezt rétt um eða eptir dagsetur eða í aptureldingu;
í stuttu máli í ljósaskiptunum. ý>að er eðli síldarinnar,
að vera fremur ofansjávar á nóttu þegar dimt er. þ>að
þykir og gott færi til veiðar, þá er bárar lítið eitt eða
kaldar á sjó. Geislarnir brotna þá, kvíslast eða smá-
greinast á bárurákunum, og geta þess vegna ekki
náð svo langt niður, að fiskurinn sjái netin. Hollend-
ingar hafa veitt því eptirtekt, við hvern hita í sjó bezt
veiðist í norðursjónum, og telja þeir það um io° C.
eða 8° R., og að veiðivonin verði minni eptir því,
hvort heitara eða kaldara sé en þetta. En eptir þessu
verður nú ekki beinlínis farið hér á landi.
J>á er vér lýsum veiðinni, verður greinilegast að