Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 66

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 66
66 hinn næsti raeð tveimur hlutum, helming rauðum og helming hvítum, hinn þriði með 3 hlutum rauðum og einum hvitum. 011 dufl, sem eru á milli þessara fjórð- ungamerkja á. netunum, eru höfð svört. Oll netin eru fest á sterka vörpu, sem bundjn er á hvert net á tveim stöðum. jpetta er gjört til þess, að hægra sé að draga netin inn, til þess að ekki reyni of mikið á þau, sem og til þess, að netin haldist sam- an, ef að einhver slys vilja til, svo sem að skip sigli á þau. í öllum síldarskipum frá Yarmouth eru fastar þiljur. Hin stærstu voru fyrir 4 eða 5 árum síðan 36 tons að stærð, 52 feta kjölur, i7feta breidd og 7 feta dýpt í kjölsog. Apturmastrið er lágt og er ætíð uppi, en frammastrið hátt, og er hagað svo, að það verði felt aptur, og er það gjört til þess, að skipið ríði bet- ur af sjó, þegar fiskað er. Mastrið er ekki felt alveg niður á þiljur, en látið að eins falla svo, að nægt rúm sé fyrir, þegar net eru dregin. Mastrið er til þessa látið hvíla á fork eða kvísl, sem reist er aptur á skipinu. í byrðingi skipsins eru sérstök rúm fyrir veið- ina, netin, vörpurnar o. s. frv. Salt er og haft með til þess að strá í fiskinn, svo að hann skemmist ekki þangað til i land er komið. Níu til tólf manns eru á skipi hverju, og optast meira en helmingur þeirra eigi sjóvanir, heldur sem liðsmenn til þess að draga netin, og er það gjört á spilinu eða lyptivélinni. Til þessa þarf talsverðan mannafla og ríður mjög á því, að eng- in stund missist, þegar vel aflast. Sé nógur fiskur fyrir, þarf að draga netin fljótt og leggja þau aptur sem fyrst, eða ná í land sem fyrst verða má. Vanalega er farið að leggja netin rétt fyrir sól- arlag. Skipið verður þá að vera komið á þann stað, er að öllu samtöldu þykir í það skipti vænlegastur til

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.