Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 67

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 67
veiði. Skipinu er þá lagt fyrir vind, svo aðþað færist hægt áfram, og netin eru lögð frá borði nær apturstafni. Mönnum er skipað niður; sumir lypta netunum upp, færa þau aptur og gæta þess, að þau leggist rétt, aðrirgæta vel að vörpunni, og láta böndin réttáhana. þegar öll netin eru úti og 15—20 faðmar í yfirvarp, sem kallað er svigbandið (swingrope), er það fært fram á skipið yfir að framkinnungi, og fest þar. Skip- inu er svo sveigt undan upp í vind, segl tekin inn, stór- mastrið felt niður og sett upp hið litla aptursegl, sem kallað er reksegl (driftmizen) til þess að skipið haldi sér ávindis. Nokkrir af mönnunum verða eptir á þilj- unum til gæzlu, en skip og net rekur svo eptir fallinu. það er mjög nauðsynlegt, að teygju eða spenningi sé haldið á netunum, svo að þau liggi beint. Af þessu er það skiljanlegt, að netin verður að leggja sem mest upp í áttina, hvort heldur meiri eða minni kæla er. Skipið, sem hefir netin á hléborða, þegar þau eru lögð út, stendur meira á móti vindinum en þau, og rekur þess vegna meira, svo að þess verður velað gæta, að ferðin verði svo mátuleg, að netin haldist rétt. Sé nú mjög hvast, þá er gefið út meira yfirvarp, eftilvill 100 faðmar, og léttir það þá spenninginn eða áraunina á netunum. Meðan netin rekur, draga menn yfirvarpið inn, þegar henta þykir, þangað til komið er að fyrsta netinu. þetta er gjört til þess að gæta þess, hvort líkindi sé til veiðar, eða hvort netin verði fyrir skemdum af háfi. Sé mikið af honum, get- ur hann spilt bæði veiði og netum. Nú kemur að þvi að draga netin, og fer um það nokkuð líkt og þá er þau eru lögð, þó hvort á sinn hátt. Bæði yfirvarp og net eru dregin inn á spilinu. Fiskurinn er hristur úr netunum, salti stráð yfir hann og hann látinn niður í skip. þegar öllu er lokið, er 5*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.