Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 73
73
Á Skotlandi er mest öll síldin seld söltuð í tunn-
ur, ef hún er send burtu lengra eða geymd, en
þangað sem næst er, er hún þó annaðhvort seld alveg
ný, eða þannig, að salti hafi verið stráð á hana. Sild-
arbátarnir lenda optast að morgni, þvi eins og áður
var sagt, þá leggja þeir netin vanalega undir sólarlag.
Sildin er þá viðstöðulaust flutt í land, og tekur þá
söltunarmaðurinn við henni, fleygir úr eða skilur í
sundur eptir stærð, og mælir hana um leið og salti er
stráð í hana. þegar nú 20 eða allt að 40 körfur af
sild eru komnar á einn stað, er farið að kverka
(slægja) síldina, sem er mjög óþrifalegt verk, er verð-
ur að gjöra til þess, að síldin haldi sér betur. ]?að er
í því fólgið, að sildin er skorin eða rifin á háls, með
beittum knifi, og svo er kverksíginn ásamt þönunum
eða tálkninu rifinn úr, og á þá og kútmaginn að réttu
lagi að fylgja með; blóðið rennur við það út, og salt-
ið verkar betur á fiskinn. f>eir sem að þessu vinna
eru optast nær fimm i hóp, einn eða tveir kverka sild-
ina, einn eða tveir rétta hana og taka við henni, og
einn leggur hana niður. þ>egar búið er að kverka
hana, er hún látin niður, og hrærð saman við salt. Sá
sem saltar síldina tekur handfylli sína af þeim i senn
og raðar þeim fljótt niður í tunnuna. Undir eins og
heilt lag er komið í tunnuna, lætur hann yfir það lúku-
fylli af salti. þ>etta gengur svo fljótt, að á fáeinum
mínútum er tunnan fylt með saltaðri síld, og svo mik-
ill er verkhraðinn, að heil tunna af síld er opt kverk-
uð, stráð salti og lögð niður á ekki meira en io min-
útum. Svo er tunnunni lokað, eða yfir hana látið og
látin standa nokkuð, og eptir því sem í sezt eða sígur,
er síld bætt á dag eptir dag, þangað til tunnan er orðin
alveg full og verður slegin til. Thomas Sander, sem
var í stjórn fiskimálanna, mælir svo fyrir um skyldu-
verk beykiranna, að hið fyrsta verk þeirra að morgni