Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 77
77
geta rúmað, og af salti sem svarar i tunnu á móti 4
t. síldar. Fiskimenn verka sjaldan sjálfir aðra síld en
þá, sem þeir hafa til heimilis síns, eða selja sveita-
mönnum þar í grend. J>eir sem kaupa síldina, verka
hana sem verzlunarvöru. Eg tel íslendingum það til
gildis, að þeir verka heima afla sinn, en heyrt hefi
eg Norðmenn álasa oss fyrir það, af því að það gjöri
afdrátt í róðrum. Vor fiskur er að öllu eða mestu bet-
ur verkaður en Norðmanna, og aldrei mundi hann
verða eins fallegur, ef hann væri fluttur fram og apt-
ur á fiskitökuskipum. þessa er nú hér getið, af því að
vér erum ekki farnir að veiða sild til muna, og það
væri rétt strax að hafa áhuga á því, að heimaverkun,
og það góð, gæti orðið alstaðar, þar sem ekki eru
stórir söltunarstaðir í nánd. Verkun Norðmanna á
sildinni er að minsta kosti ekki neinn galdur og að lík-
indum hægt við að jafnast. Eg skal lýsa henni stutt-
lega, einkum verkun á sumarsíld.
Fyrst ber nú að hafa gætur á, að síldin sé laus við
alla átu og kverkuð, sbr. bls. 73. Ef að áta er látin vera
í henni, verður hún rauð og losnar við hrygginn. Seint
á haustin og framan af vorinu er ekki hætt við skemd-
um af átu. Að líkindum er vorsíldin og haustsíldin hér
laus við hana.
Ef að heitt er í veðri, á að taka sildina upp að
kvöldi dags, og tilreiða hana á nóttu. Um leið og
síldin er kverkuð á þann hátt, sem áður hefir verið
sagt frá, á að flokka hana eptir stærð og gæðum.
Til einnar tunnu sildar fer 1ji t. af salti, og er
það bæði til söltunar og til að láta ofan á tunn-
una, samt til fyllingar með legi. Fyrst er nú salti
stráð á tunnu botninn og svo lagt lag af síld þar of-
an á, að réttu lagi þannig, að hver síld snúi upp með
kviðinn, og svo hvert lagið ofan á annað, þannig að
hvert lag af síld nái seltu að ofan og neðan. Sémjög