Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 79
%%
SUd má aldrei leggja um í tunnum fyr en hún
hefir tekið salti, og það hefir hún tæplega gjört fyr en
hálfum mánuði eða þrem vikum eptir söltun. Hún er
látin halda blóðleginum, en við hann er bætt nýjum
legi. ]?að á að sjá um, að aldrei vanti lög á tunnuna,
og verður því að líta vel og opt eptir henni.
Söltunaraðferð Hollendinga er lík hinni skozku
og norsku. þeir hræra síldinni strax í fínu salti, og
sjá um að ætíð sé blóðlögur á henni. J>ó hella þeir
dálitlu af honum burt, þegar þeir leggja síldina um,
en það gera þeir eptir því optar, sem síldin herpist
meira saman af saltinu. Eptir fyrstu söltun er tunnan
optast ekki nema mitt á milli hálfs og fuls, svo hefir
sildin herpzt saman. þeir salta ekki síld til verzlun-
arvöru nema hún komi i salt sama dag og hún er
veidd. Af því að meðferðin er góð, er hún í hærra
verði. Skotar gæta þess og, að síldin verði ekki of
göinul áður en hún er söltuð. En hjá Norðmönnum
er sagt að það geti komið fyrir, að þeir salti síld sem
er orðin of gömul, einnig síld, sem ekki hefir skotið
átunni að öllu. Sé síldin veidd of snemma, kemur það
fyrir, að hún er of feit, og rennur þá fita af henni í
saltinu og verður hún þá ekki eins góð verzlunarvara.
Við þessu mun geta orðið hætt hér á landi.
það er mjög áríðandi, að öll verkun á sild sé
vönduð sem bezt, og aldrei getur hún orðið reglulega
góð verzlunarvara, nema hún sé lögð um, og góðum
legi haldið við á henni í þéttum tunnum.
það má gjöra ráð fyrir þvi, að þegar um mikinn
afla er að gjöra, muni nú fyrst um sinn ekki verða
annar vegur til að gjöra síld að verzlunarvöru, en að
salta hana. En þegar lítið er fyrir hendi eða nægur
vinnukraptur, mágjörasér hana arðmeiri. Smærrisíld
er einkar vel fallin til þess, að hún sé lögð niður í
mataroliu og tinuð í dósir. þetta hefir verið reynt á