Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 3
155
ólíkari g'eta af sér frjósamt afkvæmi; oss sýnast í
þessu vera ýmsar mótsag’nir í náttúrunni, en það kem-
ur eflaust af því, hvað rannsókn manna og athugan
er stutt komin í þessu efni. Kölreuter hefir t. d. tekið
eptir því, að duptið af Mirabilis longiflora frjóvgar
hæglega M.Jalapa, og bastarðarnir, sem fram koma,
geta aptur gefið af sér afkvæmi, en duptið af M.
Jalapa hefir engin áhrif á M. longiflora, og er slíkt
mjög undarlegt; sýnir þetta allt, hve eðli jurta og
dýra er breytilegt í þessu efni.
Darwin segir, að í fyrstu hafi sér dottið í hug,
að ófrjósemi óskyldra tegunda væri komin fram við
úrvalning náttúrunnar, afþví það væri hentugt fyrir
tegundirnar, að blandast eigisaman; en þegar hann
fór að hugsa um það nánar, að t. d. plöntur, sem
vaxa á mjög fjarlægum stöðum,og ekkert samband
gátu haft innbyrðis, að þær líka eru svo gjörðar,
að þær eigi geta tímgazt saman, þá sá hann, að sá
eiginlegleiki hjá þeim varla gat hafa komið fram
við úrvalning náttúrunnar. J>ó gæti, ef til vill, ein-
hver reynt að bera það fyrir, að ófrjósemi gagn-
vart tegundunum i upprunalega heimkynninu hlyti
að leiða af sér slíka byggingu, að tegundin heldur
ekki gæti frjóvgazt við tegundir í öðrum löndum;
en svo margt mælir á móti þessari skoðun, að hún
varla getur verið rétt. I.iklega getur ófrjósemi teg-
undanna innbyrðis orsakazt af ýmsu. Stundum get-
ur duptið, er það fellur á arið, alls ekki náð í egg-
ið, af því stýllinn er of langur. Stundum getur píp-
an úr duptkorninu alls ekki komizt gegn um arið,
og stundum getur lífkvoðan úr duptkorninu ekki
haft nein áhrif á myndun fóstursins, þó duptpípan
komizt inn í eggið, og stundum deyr fóstrið snemma,
þó það sé farið að vaxa Salter gjörði ýmsar til-
raunir til þess að láta þrjár tegundir af hænsnum