Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 4

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 4
158 t(mgast saman: en þó eggin frjóvguðust, þá dóu þó flest fóstrin áður en þau gátu brotizt út úr eggjun- um; úr 500 eggjum lifðu alls 12 ungar. Bastarðar eru samt optast þroskamiklir, eptir að þeir komast á legg, eins og t. d. múldýrin, enda eru lífsskilyrð- in þá hin sömu, sem áður hafa verið hentug fyrir foreldrana; en meðan fóstrið var í móðurkviði, geta Hfsskilyrðin eigi verið eins löguð fyrir bastarð, eins og fyrir annað eðlilegt afkvæmi. Dýr og jurtir, sem teknar eru úr sínu eðlilega heimkynni, verða opt ófrjósamar, því breytingarnar verka einkum á æxlunarfærin. fetta er mönnum opt til mestu fyrirstöðu, er menn vilja rækta ýmsar plöntutegundir eða ala upp dýr; þó dýrin ekki geti af sér neitt afkvæmi þá eru þau þó heilbrigð og feit, og stundum jafnvel óvanalega stórvaxin. þ>að er ómögulegt að segja um hvert dýr, sem menn vilja ala upp. hvort það tímgast hjá mönnum eða eigi; þó eru einstöku ættir sérstaklega örðugar við- fangs; eins eru dýr og jurtir mjög gjarnar á breyt- ingar, þegar lífsskilyrðin eru ónáttúrleg. Eins og kunnugt er, veiða menn fíla á austurlöndum og nota þá til alls konar verka; þeir eru hraustir og sterkir, þó þeir séu tamdir, og verða mjög gamlir. en tímgast því nær aldrei, svo allt af verður að veiða nýja og nýja; tamdir páfagaukar geta orðið qo—100 ára, og þó kemur það mjög sjaldan fyrir, að þeir eigi unga. Darwin hefir safnað mörgum fleiri dæmum þessu til sönnunar1. Framleiðsla ó- frjósamra bastarða er nokkuð svipuð þessu; því það, að ólík dýr tímgast saman, hlýtur að hafa óeðlileg áhrif á afkvæmið, og þessi ónáttúra kemur þar líka 1) The variation of animals and plants under domestication. Vol. II. cap. 18.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.