Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 9

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 9
161 upp aptur hvað eptir annað á sama stað. Mjög viða eru stórar sprungur í jarðarskorpunni, og hafa jarðlögin þá mjög opt gengið stórum á misvíxl, svo önnur rönd sprungunnar hefir jafnvel verið mörg þúsund fetum hærri en hin; en þó hefir vatn og lopt opt jafnað allt saman, svo hvergi sjást merki sprungnanna á yfirborðinu, þó nákvæmlega sé leit- að, nema ef jarðfræðingur skoðar jarðlögin og ber þau saman. Jarðlög úr vatnagrjóti (sedimenterberg- tegundir) eru víða íjarskalega þykk. Darwin sá í Andesfjöllum jarðlög úr núnu grjóti (conglomerat), sem voru 10,000 fet á þykkt; þ ) þess konar jarð- lög nú reyndar geti myndazt á styttri tíma en smá- gjör leirlög, þá þarf þó ógurlegan tíma til slíkra myndana. Steingjörvingar finnast eingöngu í þeim jarðlögum, sem mynduð eru af vatni, og er þess- um jarðlögum, eins og kunnugt er í jarðfræðinni, skipt niður í ýms tímabil. Eptir inælingum Ramsay’s eru jarðlög þessi á Bretlandi 72,584 fet á þykkt; fornaldarlögin eru 57,154 fet, miðaldarlögin 13,190, lög hins nýja tíma 2,240 fet; allar steingjörvinga- myndanir á Englandi eru þá rúmar 3 mílur á þykkt. Nokkurn tíma hefir vatnið þurft til þess að mynda slík jarðlög. fó eru sum afþessum jarðlögum enn þáþykkri annarsstaðar. „Hugsi maður um tímann, sem gengið hefir til jarðmyndunarinnar“, segir Dar- win, „þá hefir það Hk áhrif á hugann, eins og ef maður reynir að gera sér grein fyrir lengd eilífð- arinnar“. J>ó nær saga jarðarinnar, eins og hverj- um gefur að skilja, um endanlegan tíma. Croll hefir borið saman árburð nokkurra fljóta og vatna- svið þeirra, og sýnt, að þau mundu á 6 miljónum ára lækka vatnasvið sitt um 1000 fet. Fæstir geta gert sér hugmynd um, hvað miljón ára er mikil Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. X. 11

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.