Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 17

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 17
169 náttúrufræðingfar höfðu á undan Darwin ráðið af þessu, að það geti ekki eingöngu hafa verið breyt- ingar náttúrunnar í kring, sem hefðu komið þessu til leiðar, heldur hlyti þetta að orsakast af vissu lögmáli, sem allar lifandi verur væri bundnar. þ>etta verður skiljanlegt eptir úrvalnings-lögum náttúrunn- ar; þess hefir fyr verið getið, að þær tegundir, sem víðast ná og eru fjölskipaðastar einstaklingum, verða fyrir flestum breytingum, og geta af sér flestar nýjar tegundir; sama er að segja um stóra flokka af tegundum; það er þvi eðlilegt, að dýra- ogjurta- líf á hverri jarðöld fái helzt svip af þeim dýrum og jurtum. sem áður voru algeng og útbreidd yfir mikið svæði. Dýralíf sævarins á miklu hægra með að flytjast með föllum og straumum og blandast saman á ýmsan hátt; það er því eðlilegt, að þar sé meiri liking milli tegunda og flokka yfir stór svæði, heldur en hjá landdýrum, þar sem ferðirnar eru örðugri, svo að lifandi verur fjarlægra landa ekki eiga gott með að blandast saman og hafa á- hrif hverjar á aðra. Ef vér nú skoðum skyldleika þeirra tegunda, sem dánar eru, og þeirra, sem nú lifa, þá sjáum vér, að það má safna öllum þessum tegundafjölda saman í fáeina aðalflokka. því eldri sem tegundin er, því ólíkari er hún vanalega því sem nú lifir; en þó er hægt að skjóta þeim tegundum, sem fundizt hafa í jörðu, inn í það fræðikerfi, sem menn hafa heimfært allar núlifandi tegundir undir. Eins og áður hefir verið sagt, vantar enn þá rrarga liði inn í; en fleiri og fleiri finnast, sem fylla rúmið milli þeirra tegunda, sem nú lifa. A seinni árum hafa menn fundið steingjörva milliliði milli ýmsra hóf- dýra; menn skipta þeim í jafntáuð og ójafntáuð, og er Macrauchenia í Suður-Ameríku tengiliður á milli

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.