Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 22

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 22
174 heiminum; en þó hafa öll þessi héruð svipað dýra og jurtalíf, sem er alveg ólíkt því, sem finna má á líkum stöðum og í sama loptslagi í hinum gamla heimi. Ef vér á suðurhveli jarðar berum saman löndin á 25 — 350 s. br. í Australíu, Suður-Afríku og á vesturströnd Suður-Ameríku, þá sjáum vér fljótt, að eðli og náttúra þessara landa er mjög svo lík, en þó eru dýr og jurtir gjörsamlega frábrugðnar hver annari; héruðin i Suður-Ameríku fyrir sunnan 350 s. br., og í Norður-Ameríku fyrir norðan 250 n. br. eru mjög ólík, hvað loptslag snertir; þó er dýra- og jurtalíf í þessum fjarlægu og ólíku héruð- um miklu skyldara en í þeim hlutum af Afríku og Australíu, þar sem loptslagið er eins og lífsskilyrð- in hin sömu. Vér sjáum einnig, að lífinu eru víða takmörk sett og að jurtir og dýr eiga bágt með að komast yfir ýmsar þvergirðingar; þess konar takmörk geta því haft mikil áhrif á útbreiðslu tegundanna. Tak- mörkin geta verið margvísleg, höf og firðir, fjall- garðar og eyðimerkur og stundum jafnvel stór fljót. Höfin milli Suður-Ameríku, Australíuog Afríku eru sá þröskuldur, sem dýr og jurtir ekki komast yfir, og því er lffið svo mismunandi í þessum álfum ; langir fjallgarðar á fastalöndunum og eyðimerkur hafa reyndar mikil áhrif á útbreiðslu tegundanna, en eru þó ekki eins torsótt yfirferðar eins og út- höfin. f*egar vér lítum á dýralífið í sjónum, þá sjáum vér, að það greinist sundur á líkan hátt; sæ- dýrin við austur- og vesturströnd Suður-Ameríku eru mjög ólík hvert öðru ; Gúnther hefir sýnt, að fisk- arnir beggja megin við Panamaeiðið eru tÖluvert líkir hver öðrum (30% af sömu tegundum), og halda náttúrufræðingarnir þvi, að þar hafi áður veriðsund á milli. Fyrir vestan Ameríku er opið haf eyja-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.