Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 28

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 28
180 Darwin tók fræ úr mögum dauðra fiska, og gat þau storkum, örnum og pelikönum, og þegar fræin höfðu gengið upp eða niður af fuglunum, voru mörg þeirra enn óskemmd, svo að jurtir spruttu upp af þeim. Engisprettur berast stundum af vindi langt á haf út; Darwin náði nokkrum 370 milur frá Afríku- ströndum úti á reginhafi; árið 1844 komu stórir hópar af engisprettum til eyjarinnar Madeira, og rigndi þeim þar, eins og geigvænlegri skæðadrífu: menn héldu, að með saurindum þeirra hefðu flutzt fræ af ýmsu illgresi til eyjarinnar, enda reyndist það satt, þegar nákvæmar var rannsakað ; þannig geta engisprettur líka borið fræ milli landa. |>ó fætur og nef fuglanna optast séu hrein, þá tollir þó stundum á þeim leir og mold, og Darwin fann stundum fræ í þess konar litlum moldarkögglum. Náttúrufræðingurinn Newton sendi Darwin einu sinni fót af rauðri akurhænu (Caccabis rufa); fuglinn hafði meiðzt á fæti og hafði hrúgazt saman dálítill moldarköggull kringum sárið; Darwin muldi mold- ina; vökvaði hana og lét undir glerklukku, og þar uxu upp af 82 jurtir, 12 einfræblaðaðar og 70 tví- fræblaðaðar. Eins og kunnugt er, fljúga margar farfuglategundir í hópum, svo þúsundum og miljón- um skiptir, langar leiðir land úr landi, og yfir stór höf; það væri því ekkert undarlegt, þó ýmsar fræ- tegundir flyttust á þenna hátt til fjarlægra eyja og landa. |>að kemur opt fyrir, að grjót og mold flytst á isjökum landa á milli, og er því ekki ólíklegt, að fræ flytjist stundum líka á þenna hátt. Á Azor- eyjunum eru margar jurtir hinar sömu og i Európu, þó eyjarnar liggi svo lang'c úti i hafi; þar hafa líka fundizt stórir aðfluttir granitsteinar og aðrar berg- tegundir, sem annars ekki eru til á eyjunum; hafa

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.