Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Síða 36
138
verið miklu fjölmennari og búið á stórum láglencU
um“.
Stöðuvötn og fljót eru svo einstök og mikil
svæði af þurlendi milli þeirra, að menn gætu búizt
við, að dýr þau, sem i þeim lifa, gætu eigi farið
víða eða útbreiðzt um stór svæði, og því síðurkom-
izt í fjarlæg lönd, því fyrir slík dýr er sjórinn enn
þá verri þröskuldur en sjálft landið; en þó undar-
legt sé, þá eru einmitt vatnadýrin dreifð um geysi-
stór svæði, og skyldar tegundir ná því nær saman
um hnöttinn þveran. Darwin segist alveg hafa
orðið forviða, þegar hann skoðaði vatnaskordýr og
vatnaskeljar i Brasilíu, og sá, að þar voru því nær
hinar sömu tegundir, eins og á Englandi. Sumar
tegundir af fljótafiskum eru algengar í mjög fjar-
lægum löndum; aptur búa aðrar tegundir í nokkr-
um hluta af stórfljóti og hvergi annarsstaðar. Sumir
af þessum fiskum hafa líklega útbreiðzt á þann
hátt, að hæðabreytingar á löndum á hinum fyrri
jarðöldum breyttu líka rennsli fljótanna, svo þau
stundum hafa flætt yfir stór héruð og skilið
eptir polla, stundum myndað nýja farvegi, stund-
um brotizt inn i aðrar ár, og hafa þá fiskarnir
orðið eptir hér og hvar og aukið kyn sitt. Stund-
um geta fiskar af tilviljun borizt langar leiðir; í
heitu löndunum eru fellibyljir og skýstrokkar mjög
algengir; þeir soga upp í sig vatn úr ám og tjörn-
um og steypa því niður langt í burtu, og verða þá
opt fiskar og önnur vatnadýr samferða. Margir
vatnafiskar eru mjög gamlir, og tegundin hefir lif-
að svo lengi, að stórar breytingar hafa orðið á
landaskipun, og nógur tími hefir verið til langferða.
Fæstir fiskaflokkar lifa eingöngu í fersku vatni;
sumar tegundirnar af sama kyninu eru sæfiskar,
sumir vatnafiskar, og með nákvæmni má venja