Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Qupperneq 45
197
ar mest á þau líffæri, sem beinlínis eru nauðsynleg-
til að halda við lífi einstaklingsins og breytir þeim
mest. þau líffæri, sem hafa eingöngu „fysiologiska“
þýðingu, það er að segja: eru eingöngu til gagns
fyrir lífsviðurhald einstaklings, eru optast svo breyti-
leg í flokkunum, að þau geta ekki leiðbeint manni,.
þegar þarf að þekkja hverja ættina frá annari, eða
hvern flokkinn frá öðrum ; aptur á móti geta út-
kulnaðar líffæraleifar (rudiment), sem standa í stað
og ganga lengi í erfðir, stundum verið bezta ein-
kenni. J>að er algengt, að einkenni, sem sýnast
mjög lítilfjörleg og þýðingarlaus fyrir tegundina,
geta orðið svo stöðug, að á þeim megi byggja
miklar skiptingar. R. Oweji segir, að ekki sé bein-
línis hægt að skilja skriðdýraflokkinn frá fiskunum
með neinu öðru alveg tryggu einkenni en því, að
op er á milli nasaholunnar og munnsins ; jafnþýð-
ingarmikil í þessu tilliti eru brotin í vængjum skor-
dýranna; liturinn hjá sumum þörum, hár og fjaðrir
hjá hryggdýrum o. s. frv. Ef t. d. breiðnefurinn.
(ornithorynchus) hefði fjaðrir í stað hára , er það
víst, að margir náttúrufræðingar mundu fremur telja
hann til fugla en spendýra. J>essir eiginlegleikar,
sem sýnast sva lítilfjörlegir, hafa mikla þýðinga
fyrir skiptinguna, vegna þess að þeir standa í nánu
sambandi við marga aðra eiginlegleika hjá skepn-
unni (Correlation), en samsafn af innbyrðis samein-
uðum eiginlegleikum hefir mikla þýðingu i nátt-
úrusögunni; af því leiðir, að þó útbúningur til ein-
hvers sérstaks starfa hafi gert eitthvert dýr i fyrsta
bragði næstaólíkt öllum öðrum, þá sýnir þó samband
annara smærri eiginlegleika ætterni dýrsins. f*að er
og mjög hæpið, að binda skiptinguna við breyting-
ar á einhverju sjerstöku líffæri, því enginn hluti
skepnunnar er sffellt óbreytilegur. þegar vér finn-