Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Blaðsíða 49
201
skordýrum, af þvi þau eru svo lítil, og þeim verð-
ur þar helzt við komið; þau skordýr, sem hafa brodd
og §'eta varið sig, líkja aldrei eptir öðrum, en önn-
ur vesalli skordýr líkja eptir þeim.
Hinir breyttu eptirkomendur af algengum teg-
undum og stórum ættum hljóta að útbreiðast víða,
því þeir hafa fengið að erfðum þá eiginlegleika, sem.
komu forfeðrum þeirra bezt á framfæri; með því
að hugsa um þetta, skilst manni, hvernig á því
stendur, að það má skipta öllum lifandi verum í
stóra flokka, og að það má hópa flokkana saman í
deildir. fessir flokkar og deildir ná um allan heim;.
það er eptirtektavert, að þegar Nýja-Holland fannst,
bættist ekki við einn einasti sérstakur skordýra-
flokkur, og í jurtakerfið bættust að eins tvær eða
þrjár smáættir. Einstöku smáflokkar dýra eru sér-
stakir og ólíkir hinum aðalflokkunum, t. d. nefdýr,
en þeir eru afargamlir, hafa optast verið stærri áð-
ur, en hafa orðið undir í samkeppninni og eru að
kulna út. þ>að er ekki hægt að sjá skyldleikann
milli þeirra flokka, sem nú lifa, nema með því, að
fara aptur á bak ; frumtegund hverrar ættar hefir
látið í erfðir til eptirkomenda sinna eitthvað af eig-
inlegleikum sínum, er tegundirnar hafa kvíslazt meir
og meir, margar greinar eru kulnaðar út, en sumar
eru í fullum blóma skyldleikasvipurinn sést milli
hópanna, þó bil séu á milli þeirra, en vissa fyrir
ætterninu fæst með því að ganga til baka til frum-
tegundanna. f>að eru þessar útkulnuðu greinar,
sem opt gera mönnum örðugt að sjá og sanna
skyldleikann; en skörðin í fræðikerfi hinna núlifandi
jurta og dýra eru mismunandi mörg og stór á ýms-
um stöðum; sumstaðar er keðjan nærri alveg óslit-
in, eins og hjá krabbadýrunum ; þar lifa enn og
blómgast flestallar kvíslir og greinar. Menn eru