Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Síða 50
202
nú rjett nýlega byrjaðir að glöggva fyrir sér skyld-
leika og ætterni hinna einstöku liða, samkvæmt
kenningum Darvvins, og þó menn séu enn stutt
komnir, þá hefir vitneskja fengizt um margt, sem
menn ekki áður þekktu, og þekkingin um hið innra
samband allra lifandi hluta hefir aukizt stórum ;
menn sjá nú, að þeir eru á rjettri leið til að finna
ættartölur dýra og jurta, og til þess að komast
að hinu eina, sanna og rétta fræðikerfi náttúrunnar.
Vér höfum hér að framan séð, að allir liðir af
sama flokki eru svipaðir að almennri byggingu, þó
lifnaðarhátturinn sé margs konar; sniðið (typus) er
hið sama. Sú fræðigrein, sem sérstaklega fæst við
þetta, er kölluð viorfologí. þ>að er merkilegt, að
sniðið á útlimum allra spendýra skuli vera hið sama,
þó útlitið sé allt annað og notkunin mjög margvís-
vísleg ; hönd mannsins, graffætur moldvörpunnar,
hestfæturnir og vængir á leðurblöðku eru allir
byggðir eptir sömu fyrirmynd, sams konar bein, í
líkri stöðu hvert til annars. Fætur pokadýranna
eru allir byggðir eptir sama sniði, þó sumir séu
ætlaðir til stökks og hlaupa á sljettum velli, sumir
til að klifra í trjám, sumir til að grafa upp skordýr
og rætur. Alveg eins eru átfæri skordýranna; þó
kjálkarnir á járnsmið séu allt öðruvísi en raninn
á flugu eða fiðrildi, þá er þó sama byggingar-
sniðið á báðum, samsetningin til orðin af sömu
frumpörtum; eins eru átfærin og fæturnir á kröbb-
unum, blómin á jurtunum o, m. fl. fetta getur
eingöngu orðið skiljanlegt með því að hugsa sér,
að tegundirnar hafi komið fram við úrval náttúr-
unnar. Beinin í útlimum geta breytzt á ýmsan hátt
eptir lífsskilyrðunum, en tala hinna einstöku beina
-og samskeyti þeirra þurfa ekki að breytast fyrir