Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 61
213
arnir skrfða i moldinni; allar þessar verur eru marg-
brotnar að byggingu og ólíkar hver annari, og á
margan hátt hver komin upp á aðra ; er það þá
ekki merkilegt, að hugsa sér, að allt þetta er fram
komið eptir lögum og öflum, sem ávallt starfa í
kringum oss? f>essi öfl í víðasta skilningi eru: vöxt-
ur og tímgun, erfðir og breytingar, sem stafa af
beinum eða óbeinum áhrifum lífsskilyrða og notk-
unar; fjölgun og barátta fyrir tilverunni leiða af sér
úrval náttúrunnar, svo hinir ófullkomnu hverfa og
eiginlegleikarnir kvíslast. Upp af eilffri baráttunátt-
úrunnar, upp af hungri og dauða spretta æðri og
fullkomnari verur. Skaparinn hefir blásið anda lífs-
ins í fáein lifsfræ, og meðan jörðin eptir þyngdar-
lögmálinu sveiflast í kringum sólina, framleiðist af
þessari smágjörðu byrjun endalaus röð af fögrum
og undraverðum verum, sem allt af halda áfram að
fullkomnast“.