Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 63

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 63
215 síðari rita um sögu Noregskonunga, sem enn eru til, og til Landnámu1. Jeg mun ekki fjölirða um æfiferil Ara. Hann hefur verið rakinn svo oft og svo greinilega, aðjeg hef þar engu við að bæta2. Hann var kominn af hinu göfga kini Breiðfirðinga að langfeðgatali, sem töldu ætt sína til goðanna sjálfra í beinan karllegg. Hann var fæddur árið 1067. Afi hans Gellir, son J»orkels Eyjólfssonar og Guðrúnar Osvífsdóttur, var þá enn á lífi og bjó að Helgafelli, og þar mun J>or- gils, faðir Ara, þá hafa dvalið hjá Gelli, föður sín- um. Enn Ari naut skamma stund föður síns, því að hann drukknaði um það leiti, sem Ari fæddist, eða skömmu síðar, á Breiðafirði3, og var Ari sfðan í fóstri hjá afa sínum að Helgafelli. Enn Gellir dó á heimleið úr Rómferð í Hróarskeldu árið 1073, og var Ari þá 6 vetra gamall4. þ>á var sveininum komið firir hjá Halli fórarinssini hinum milda (eða spaka) í Haukadal, og kom hann til hans 7 vetra gamall og var hjá honum næstu 14 ár5. Um Hall fóstra sinn segir Ari, að hann væri „milldastr ok ágæztr at góþo á landi hér ólærþra manna“, og „bæþi minnigr ok ólyginn116. Hann fóstraði einnig Teit son ísleifs biskups og var hann í Haukadal á uppvaxtarárum Ara. Teitr var eflaust rúmum 20 1) Maurer hefur greinilega skírt frá skoðunum vísindamanna um þetta efni í hinni íróðlegu ritgjörð sinni „Um Ara þor- gilsson og íslendingabók hans“ í (rermania III (XV), 302.— 307. bls. 2) Sjá einkum Werlauff De Ario Multiscio, 3.—13. bls. Maurer i áðurnefndri ritgjörð 293.-297. bls. Guðbr. Vigfússou í Sturlungu-útgáfu hans, Prolegg. I. b. AXVII. bls. 3) ^axd. 78. k. 334. bls. 4) Laxd. á s.st. íslbk. 9. k. 5) íslbk. 9. k. «) íslbk. 9. k. f \n-siav.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.