Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Síða 64
216
árum eldri enn Ari\ og hafði tekið prestsvígslu1 2.
Teitr setti á stofn skóla í Haukadal og kendi þar
prestlingum3, og mun Ari hafa verið einn af hin-
um firstu lærisveinum hans. Sjaldan hefur vist
kennari haft námfúsara lærisvein. Ari namafTeiti
prestleg fræði4 * 6, enn hann kendi honum líka margan
annan fróðleik, og vitnar Ari oft til sögu hans í
íslendingabók, og segir, að hann hafi verið sá mað-
ur, ,,es ek kunna spakastan113. Mart hefur Ari líka
lært af Halli fóstra sínum, sem var svo gamall, að
hann mundi, þegar f>angbrandr skírði hann þrje-
vetran, vetri fir en kristni var í lög leiddfi. Ari hef-
ur þannig fengið hið besta uppeldi, sem þá var unt
að fá, og lagt þegar í æsku grundvöllinn til hins
mikla fróðleiks síns. Ari var 21 árs gamall, þegar
hann fór frá Halli í Haukadal, enn eftir þann tíma
vitum vjer mjög lítið um æfi hans. Vjer vitum af
Kristnisögu, að Gizurr biskup vígði hann til prests7,
og á hinum sama stað er Ari talinn meðal „höfð-
ingja“ og „virðingamanna“, svo að líklegt er, að
hann hafi átt goðorð eða part úr goðorði, og hefur
Maurer leitt líkur að þvi, að hann hafi átt hálft
jpórsnesingagoðorð að minsta kosti, því að það var
síðar í eigu Ara hins sterka þorgilssonar, sonar-
sonar Ara8. Hvert Ari hafi farið, þegar hann hvarf
frá Haukadal, er óvíst, enn líkur eru til, að hann
1) Gizurr bislsup, bróðir hans, var fæddur árið 1042, og mun
Teitur hafa verið lítið eitt ingri enn hann.
2) „Teitr prestr“ er hann kallaður í íslendingabók 9. k.
3) Bisk. I. 153. og 219. bls.
4) Heimskringla í formálanum.
6) íslbk. 1. k.
6) íslbk. 9. k.
7) Kristni s. 13. k. Bisk. I. 29. bls.
8) Maurer á firgreindum stað, bls. 296.