Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Blaðsíða 66
218
steinsson (biskup 1122—1145), og sínt hana bæði
þeim og Sæmundi presti, enn síðan hefur hann eftir
tilmælum þeirra skrifað þá bók, sem vjer ná þöfum,
og segir hann, að hún sje nokkuð öðruvísi enn firri
bókin. Jeg hef á öðrum stað í sjerstakri ritgjörð
gert grein firir skoðun minni á afstöðu þessara
tveggja íslendingabóka', enn um það mál hefur
verið hinn mesti ágreiningur meðal lærðra manna,
því að orð Ara eru óljós í formálanum. Mjer þikir
óþarfi að endurtaka hjer alt, sem jeg hef þar sagt
um þetta mál, enn mun að eins taka fram helstu
niðurstöðuatriðin úr hinni umræddu ritgjörð minni,
enn vísa að öðru leiti til ritgjörðarinnar sjálfrar.
Hin eldri ísiendingabók er skrifuð, meðan þeir
þ>orlákur og Ketill vóru biskupar báðir saman, eða
á árunum 1122—1133. Hún var að sumu leiti ifir-
gripsmeiri enn hin síðari bók, þvi að Ari segir í
formálanum, að „áttartala“ og „konungaæfi“ hafi
staðið í firri bókinni, enn báðum þessum köflum hafi
hann slept í hinni síðari.
„Attartala1 11 hefur eflaust verið ættartala frá hinum
helstu islenskum landnámsmönnum, og er brot af þess-
ari „áttartölu11 eldri bókarinnar enn til, og eru það
ættartölur þær, sem standa firir aftan hina ingri ís-
lendingabók í handritunum. Að þessar ættartölur
hafi ekki upphaflega heirt til síðari bókarinnar, sjest
á því, að þær standa á eftir hinum greinilegu nið-
urlagsorðum bókarinnar : Hér lýksk sjd bóku, og að
þeirra er ekki getið í efnisifirlitinu framan við bók-
1) í Árb. for nord. oldkyndighed 1885, 341.—371. bls. Mjer
hefur veist sú gleði, að prófesBor K. Maurer, sem hefur hugs-
að og skrifað mest og best um rit Ara, hefur tjáð mjer |>að
brjeflega, að hann sje samdóma þeim skoðunum, sem jeg hef
sett fram í ritgjörð þessari, i öllum liöfuðatriðum.