Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 69
221
tala Haralds hárfagra frá Hálfdani hvítbein Upp-
lendingakonungi. J>essi ættartala hefur líklega stað-
ið í upphafi hinnar eldri bókar, því að hún stendur
í nánu sambandi við upphaf ingri bókarinnar (i. k.):
„ Island bygpisk fyrst ór Noregi á dögom Haralds
ens hárfagralí. IJklega hefur þetta ifirlit ifir ríkis-
ár Noregskonunga, sem Ari sjálfur kallar „konunga
æfi“, staðið hjer og þar í bókinni, þar sem höfund-
urinn fjekk tækifæri til að miða ríkisár konunga
við samtiða viðburði á íslandi. Nokkrar menjar af
þessari konungaæfi sjást i ingri bókinni, þar sem
höfundurinn miðar saman norræna og islenska við-
burði, t. d. fall Olafs Tryggvasonar og lögtekning
kristninnar á íslandi, og fleira. Lögsögumanna „æf-
inni“ hefur Ari líka dreift hingað og þangað innan
um bók sína, og er þá líklegt, að hann hafi farið
eins með konunga „æfi“.
íslendingabók hin ingri, sú sem enn er til 1
heilu líki, er skrifuð í firsta lagi eftir þing sumarið
1134, því að hún segir, að Goþmundr f>orgeirsson
hafi haft lögsögu 12 sumur, næstur Bergþóri Hrafns-
sini, enn Goþmundr hafði lögsögu á árunum 1123
—1134, og eftir hann tók Hrafn Ulfhéðinsson lög-
sögu (sumarið 1135). Hrafn hafði lögsögu í 4 sum-
ur (til 1138), og má telja víst, að bókin sje skrifuð,
áður enn hann ljet af lögsögu, því að annars hefði
Ari eflaust látið lögsögumannatal sitt enda á Hrafni.
Bókin er þannig skrifuð á árunum 1134—1138. í
henni er hvorki ættartala nje konungaæfi, og er
hún að því leiti stittri enn eldri bókin var, eins og
jeg þegar hef tekið fram. Enn að sumu leiti er
hún nákvæmari og lengri, enn firri bókin hefur
verið, því að Ari segir í formálanum, að hann hafi
aukið því í síðari bókina, „es mér varp sípan knnn-
ara ok nú es gerr sagt á pessi en d peiri'i. Flest