Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 72

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 72
224 ritað hafði herra Sturla lögrnaðr, hinn fróðasti maðr, ok eftir peirri bók annarri, er ritað hafði Styrmir hinn fróði, ok hafða ek pat or hverri, sem framar greindi, en mikill porri var pat, er pær sögðu eins báð- ar, ok pví er pat ekki at undra, pó pessi landnáma- bók sé lengri en nokkur önnur'. Hjer er það sagt með berum og ótvíræðum orð- um, að hinn firsti grundvöllur Landnámu sje að þakka Ara og Kolskeggi. Prófessor K. Maurer hefur haldið, að Ari hafi ekki skrifað annað um landnám enn það, sem stóð í „áttartölo“ hinnar eldri íslendingabókar, og að þessi orð Hauks bendi til hennar enn ekki til sjerstakrar Landnámabókar. Við þetta er það first og fremst athugandi, að ættar- talan í hinni eldri íslendingabók virðist ekki hafa verið svo ifirgripsrnikil eða efnisrík, að það mætti með sanni segja, að hún væri grundvöllur þess fjöl- skrúðuga ritverks, sem vjer köllum Landnámu. Brot það, sem til er af þessari ættartölu og áður va.r til- fært, sinir það ljóslega, að sá kafli hinnar eldri Is- lendingabókar var ekki annað enn sannnefnd ætt- artala, og þarf ekki annað enn bera þessa ættar- tölubeinagrind saman við hinar margbreittu frá- sagnir Landnámu um landnámsmennina til að sjá, að ef Ari hefði ekkert annað skrifað enn ættartöl- una, þá væri það ekki rjett til orða tekið hjá Hauki, að landnámssagan sje skrifuð „eftir pví sem fróðir menn liafa skrifat, fyrst Ari prestr hinn fróði for- gilsson ok Kolskeggr hinn vitri. þ>að sjest þó á orðum Hauks, að hann hefur haft firir sjer tvö tals- vert mismunandi handrit af Landnámu, annað skrif- að af Sturlu lögmanni, enn hitt af Styrmi hinum fróða, og að það var „mikill þorri“, er þessi hand- 1) Landn. 5. p. 15. k. (ísl. s. Khöfn 1843, I. 320. bls.).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.