Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 84
236
„nífundið brot Melabókar hinnar eldri“ (Ec) í dt-
gáfu Landnámu 1843, og er þar prentuð sjer á partr
sem III. viðbætir (Nr. 20 fol. í safni Árna). 5>að
handrit hefur birjað á landnámum í Sunnlendinga-
fjórðungi austur viðjökulsá á Sólheimasandi á fjórð-
ungamótum, óg heldur þaðan vestur eftir1, og á
sama stað higg jeg, að Ari hinn fróði hafi birjað
Landnámu sína, og að hann síðan hafi farið sólar-
sinnis í kring um landið og endað á Austfirðinga-
fjórðungi. J>að var eðlilegt, að hann geimdi sjer
Austfirðingafjórðung þangað til seinast, því að þar
var hann ókunnugastur, og skrifaði um allan hinn
siðri hluta þess fjórðungs eftir firirsögn Kolskeggs,
enn ekki eftir sjálfstæðum rannsóknum. Að eins
með þessu móti fær tilvitnunin til Kolskeggs sína
rjettu takmörkun og verður samrímanleg við það,
að Ari hafi skrifað eftir sjálfstæðum rannsóknum
um landnámin í Sunnlendingafjórðungi frá Fúlalæk
vestur á Reikjanes og ekki notið þar firirsagnar
Kolskeggs, enn um það getum vjer ekki efast,
bæði af því að vjer Hófum sjeð, að hin umrædda
grein úr þessum kafla um Ketilbjörn, er skrifuð af
Ara eftir firirsögn Teits, og af þvf að vjer viturn,
að Ari var uppalinn á þessu svæði landsins, þang-
að til hann var ifir tvftugt, og hafði hina ágætustu
heimildarmenn á þessu svæði, svo sem Hall fóstra
sinn, Teit og Sæmund fróða. Hann hlítur því að
hafa verið þar gagnkunnugur, og líklega kunnugri
enn Kolskeggr, sem var Austfirðingur.
f>að er auðsjeð, hvernig á því stendur, að þeir
menn, sem sfðar Qölluðu um Landnámu, hafa breitt
hinniupphaflegu niðurskipunhennar. J>eim hefur þótt
það vel við eiga, að segja first frá fundi landsins,.
1) Landn. ísl. s. Khöfn 1843, 341. b)s.