Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 92

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 92
244 bundin við siðferðis- og vísdómslögin. En ef konungrinn hefir skyldr að rækja í sínu embætti við undirsáta sína, ef hann er til þess kóngur að efla þeirra velferð af öllu megni, þá er hann og skyldr til að nota öll þau meðöl, sem geta hjálpað honum til þess. Nú er það auðséð, að eins og guð gæti ekki verið guð án alvitsku, eins getr kóngrinn ekki verið kóngr án þess að þekkja sinna undirsáta hag, og þau meðöl sem helst mega efla hann og bæta, en þaraf leiðir aptur að hann er skyldr til að leita allra bragða til að öðlast þessa þekkingu. þar nú konúngur ennfremur ekki getr verið allstaðar eða séð allt einn og allt réttast, svo hlýtr hann að hafa þá menn, er lýsi fyrir honum hag þegna hans og ráð- leggi honum það sem þykir [iltækilegast ; það er sjálf- sagt að það stendur í konúngsias valdi, hvort hann vill velja alla þessa menn sjálfur, eða hann vill leyfa þegn- um sínum að velja nokkra af þeim, en hitt er líka víst, að hann er skyldr til að gera hvörttveggja, ef hann fær við það betri þekkingu enn áðr. Við hvörugt rírnar hans einvaldsréttr á nokkurn hátt, hann leiðist aðeins þar við til að brúka hann samkvæmt skynsemdarlögunum, því þó að hinir útvöldu menn kynnu að gera það að verk- um að konungr sjaldnar enn hann annars sjálfr vildi viki frá skynsemdarlögunum, er það engin rírnun í hans ein- valdsrétti. Kóngr gat gert hvað hann vildi, þeir neyddu hann ekki, þó að þeirra siðferðislegi kraftr kunni að hafa haft mikla verkun. Bn þegar konúngrinn gefr nokkuð burt af sínum atkvæðisrótti til hinna útvöldu manna, svoleiðis, að þeir geta ráðið mörgu þrátt fyrir hans þokk, eða tekið fram fyrir hendrnar á honum þegar þeim líst, t. d. með því ekki að gefa konungi nóga peninga, þá er hans einvaldsréttr rírnaðr. Geti landþingisnefndir ekki verið án þess aé hafa þennan síðasta eginlegleika, þá geta þær eigi staðið undir einvaldsstjórn, eða samþýðst hana; og geti Provindsialstöndin þá fyrst haft constitu- tionel þýðingu, þá verðr svarið neitandi upp á spurningu yðar. Oðlist landþinganefndirnar þarámóti enganvegin

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.